Hamilton fremstur í flokki á Spáni 22. ágúst 2009 13:41 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni í dag. Lewis Hamilton frá Bretlandi er kominn á beinu brautina í Formúlu 1. Hann vann síðasta mót og náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag, rétt á undan Heikki Kovalainen á samskonar bíl. Kapparnir í titilslagnum röðuðu sér í næstu sætu á eftir og þeirra fremstur Rubens Barrichellio á Brawn bíl, síðan Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á Brawn. Mark Webber er fjórði maðurinn í stigaslagnum um titilinn og hann varð þó aðeins níundi, á eftir heimamanninum Fernando Alonso á Renault. Staðan á ráslínu er ákaflega mikilvæg í þessu móti, sem er á götum Valencia og afgirt með varnargirðingum. Það er því engin leikur að fara framúr og ljóst að McLaren mun spila á stöðuna hvað það varðar. Þá er Kimi Raikkönen með KERS kerfi í bíl sínum og hefur sprett framúr mörgum bílum í ræsingu í síðustu mótum í upphafi, en hann er sjötti á ráslínu á Ferrari. Nýr liðsmaður Ferrari, sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa varð síðastur í tímatökunni. Það verður að teljast nokkuð áfall fyrir hann persónulega og Ferrari, en hann hafði þó aldrei keyrt brautina áður. Sjá tímanna og brautarlýsingu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton frá Bretlandi er kominn á beinu brautina í Formúlu 1. Hann vann síðasta mót og náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag, rétt á undan Heikki Kovalainen á samskonar bíl. Kapparnir í titilslagnum röðuðu sér í næstu sætu á eftir og þeirra fremstur Rubens Barrichellio á Brawn bíl, síðan Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á Brawn. Mark Webber er fjórði maðurinn í stigaslagnum um titilinn og hann varð þó aðeins níundi, á eftir heimamanninum Fernando Alonso á Renault. Staðan á ráslínu er ákaflega mikilvæg í þessu móti, sem er á götum Valencia og afgirt með varnargirðingum. Það er því engin leikur að fara framúr og ljóst að McLaren mun spila á stöðuna hvað það varðar. Þá er Kimi Raikkönen með KERS kerfi í bíl sínum og hefur sprett framúr mörgum bílum í ræsingu í síðustu mótum í upphafi, en hann er sjötti á ráslínu á Ferrari. Nýr liðsmaður Ferrari, sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa varð síðastur í tímatökunni. Það verður að teljast nokkuð áfall fyrir hann persónulega og Ferrari, en hann hafði þó aldrei keyrt brautina áður. Sjá tímanna og brautarlýsingu
Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira