Auðlindin og hugvitið Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. nóvember 2009 06:00 Gamall starfsbróðir minn, Hafliði Helgason að nafni, sagði mér eitt sinn þá kenningu að heillavænlegast væri að hafa einungis temmilega mikið af hæfileikum en þeim mun meira af þrautseigju. Vegna þess að þeir sem hafa mikla hæfileika eru líklegir til þess að misnota þá eða telja sig þurfa að hafa minna fyrir hlutunum uns einn góðan veðurdag að lífið sjálft sýnir þeim með voveiflegum hætti að það sé hinn mesti misskilningur. Sá sem hefur minna af hæfileikum er hins vegar meðvitaður um að hann þarf að sinna sínu viðfangsefni af alúð ef vel eigi að vera og það leiðir hann á gæfubraut. Þessi Hafliðakenning kemur upp í kollinn núna því ég er að velta því fyrir mér hvort hana megi yfirfæra á þjóðir. Spurningin yrði þá hvort þjóðum væri hollast að hafa temmilega mikið af auðlindum en þeim mun meira af þrautseigju. Ég hef nefnilega fundið fyrir ónota hrolli þegar menn grípa til þeirrar klisju að Ísland eigi eftir að ná sér á strik þar sem landið eigi svo mikið af auðlindum. Þær hafa nefnilega reynst mínu fólki haldlaust reipi. Ég er alinn upp í þorpi á Vestfjörðum þar sem stutt er á gjöful mið. En það er sama hversu miðin eru gjöful, þau verða ekki þorpinu til happs eftir tilkomu kvótakerfisins. Og nú þegar óspillt náttúra telst meðal mestu auðlinda getur mitt heimafólk státað af tveimur auðlindum sem ekki verður í askana látið. Hvað vilja menn líka með allar þessar auðlindir? Var það ekki einmitt skortur Breta á auðlindum sem var til þess að þeir urðu stórveldi á sínum tíma? Með hugviti og þrautseigju komust þeir í auðlindir annarra og skutust þannig á stjörnuhimininn. Síðan þegar eftirsóknarverðustu auðlindir framandi þjóða voru orðnar breskar spiluðu þeir rassinn úr buxunum. Ég er ekkert voðalega hrifinn af þessari kenningu. En því er þó þannig farið um þessar mundir í héruðum hér á Suður-Spáni að trjágreinar eru að svigna undan safaríkum ólífum. Þetta væri dásamleg sjón ef ekki stæðu bændur álútir hjá og veltu því fyrir sér hvort það sé virkilega þess virði að fara með þær í fabrikkuna. Nú er það bara að treysta á hugarþelið eitt árið enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Gamall starfsbróðir minn, Hafliði Helgason að nafni, sagði mér eitt sinn þá kenningu að heillavænlegast væri að hafa einungis temmilega mikið af hæfileikum en þeim mun meira af þrautseigju. Vegna þess að þeir sem hafa mikla hæfileika eru líklegir til þess að misnota þá eða telja sig þurfa að hafa minna fyrir hlutunum uns einn góðan veðurdag að lífið sjálft sýnir þeim með voveiflegum hætti að það sé hinn mesti misskilningur. Sá sem hefur minna af hæfileikum er hins vegar meðvitaður um að hann þarf að sinna sínu viðfangsefni af alúð ef vel eigi að vera og það leiðir hann á gæfubraut. Þessi Hafliðakenning kemur upp í kollinn núna því ég er að velta því fyrir mér hvort hana megi yfirfæra á þjóðir. Spurningin yrði þá hvort þjóðum væri hollast að hafa temmilega mikið af auðlindum en þeim mun meira af þrautseigju. Ég hef nefnilega fundið fyrir ónota hrolli þegar menn grípa til þeirrar klisju að Ísland eigi eftir að ná sér á strik þar sem landið eigi svo mikið af auðlindum. Þær hafa nefnilega reynst mínu fólki haldlaust reipi. Ég er alinn upp í þorpi á Vestfjörðum þar sem stutt er á gjöful mið. En það er sama hversu miðin eru gjöful, þau verða ekki þorpinu til happs eftir tilkomu kvótakerfisins. Og nú þegar óspillt náttúra telst meðal mestu auðlinda getur mitt heimafólk státað af tveimur auðlindum sem ekki verður í askana látið. Hvað vilja menn líka með allar þessar auðlindir? Var það ekki einmitt skortur Breta á auðlindum sem var til þess að þeir urðu stórveldi á sínum tíma? Með hugviti og þrautseigju komust þeir í auðlindir annarra og skutust þannig á stjörnuhimininn. Síðan þegar eftirsóknarverðustu auðlindir framandi þjóða voru orðnar breskar spiluðu þeir rassinn úr buxunum. Ég er ekkert voðalega hrifinn af þessari kenningu. En því er þó þannig farið um þessar mundir í héruðum hér á Suður-Spáni að trjágreinar eru að svigna undan safaríkum ólífum. Þetta væri dásamleg sjón ef ekki stæðu bændur álútir hjá og veltu því fyrir sér hvort það sé virkilega þess virði að fara með þær í fabrikkuna. Nú er það bara að treysta á hugarþelið eitt árið enn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun