Helgi Valur Daníelsson og félagar í IF Elfsborg náðu aðeins 1-1 jafntefli á móti BK Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið hefði komist á toppinn með sigri.
Mathias Ranégie kom heimamönnum í Häcken yfir eftir 26 mínútna leik en Martin Ericsson jafnaði ellefu mínútum síðar.
Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn aftarlega á miðjunni hjá Elfsborg. Liðið er nú í 2. sæti með jafnmörg stig og IFK Göteborg en með lakari markatölu. IFK Göteborg á einnig leik inni.