Bouton kveður risabankann 30. apríl 2009 04:30 Fyrrverandi forstjóri franska bankans Societe Generale segist hafa sætt vægðarlausri gagnrýni vegna hrakfara bankans síðasta árið. Fréttablaðið/AP Daniel Bouton, fyrrverandi forstjóri og núverandi stjórnarformaður franska risabankans Societe Generale, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með næsta mánuði. Ástæðurnar segir hann vægðarlausa gagnrýni á störf sín. Bouton sat í bankastjórastólnum þegar mál verðbréfamiðlarans Jerome Kerviels komst upp en það er það bíræfnasta í sögu verðbréfabrota innan bankageirans ef frá er talin svikamylla Bernie Madoffs. Verðbréfaviðskipti Kerviels voru langt út yfir heimildir. Grunur hefur leikið á að stjórn bankans hafi verið kunnugt um brotin en lokað augunum fyrir þeim þegar bankinn hagnaðist á þeim. Á endanum tapaði bankinn 4,9 milljörðum evra vegna þessa, tæpum 500 milljörðum íslenskra króna á þeim tíma þegar málið komst upp í janúar í fyrra. Bankinn hefur síðan þá glímt við verulega fjárhagserfiðleika og varð að leita til franskra stjórnvalda eftir 1,7 milljarða evra láni. Bouton stóð upp úr forstjórastólnum vegna málsins fyrir ári og tók við stjórnarformennsku. Hann fær engar starfslokagreiðslur, að sögn breska ríkisútvarpsins. Kerviel sat í fangelsi í tæpa tvo mánuði í fyrravor. Hann gengur nú laus því enn er verið að rannsaka mál hans. - jab Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Daniel Bouton, fyrrverandi forstjóri og núverandi stjórnarformaður franska risabankans Societe Generale, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með næsta mánuði. Ástæðurnar segir hann vægðarlausa gagnrýni á störf sín. Bouton sat í bankastjórastólnum þegar mál verðbréfamiðlarans Jerome Kerviels komst upp en það er það bíræfnasta í sögu verðbréfabrota innan bankageirans ef frá er talin svikamylla Bernie Madoffs. Verðbréfaviðskipti Kerviels voru langt út yfir heimildir. Grunur hefur leikið á að stjórn bankans hafi verið kunnugt um brotin en lokað augunum fyrir þeim þegar bankinn hagnaðist á þeim. Á endanum tapaði bankinn 4,9 milljörðum evra vegna þessa, tæpum 500 milljörðum íslenskra króna á þeim tíma þegar málið komst upp í janúar í fyrra. Bankinn hefur síðan þá glímt við verulega fjárhagserfiðleika og varð að leita til franskra stjórnvalda eftir 1,7 milljarða evra láni. Bouton stóð upp úr forstjórastólnum vegna málsins fyrir ári og tók við stjórnarformennsku. Hann fær engar starfslokagreiðslur, að sögn breska ríkisútvarpsins. Kerviel sat í fangelsi í tæpa tvo mánuði í fyrravor. Hann gengur nú laus því enn er verið að rannsaka mál hans. - jab
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira