Webber stoltur af fyrsta sigrinum 13. júlí 2009 10:20 Kampakátur Webber á verðlaunapallinum á Nurburgring. Ástralinn Mark Webber vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 með Red Bull, sem varð í fyrsta og öðru sæti, en Sebastian Vettel fylgdi í kjölfar Webbers. Webber fótbrotnaði illa og axlarbrotnaði í vetur, en með strangri endurhæfingu gat hann stigið um borð í Formúlu 1 bíl í upphafi tímabilsins. Um tíma var talið að ferli Webbers væri lokið, en hann lenti framan á bíl þegar hann var í reiðhjólakeppni í Tasmaníu við Ástralíu. En með harðfylgi tókst Webber að mæta aftur til leiks og er með fjölda titanium pinna í vinstri fætinum. Þeir verða ekki teknir úr fyrr en í desember. Webber axlarbrotnaði líka og sagði liðinu ekki frá í því fyrstu, svo hann missti ekki sæti sitt hjá liðinu. "Sigurinn er mjög mikilvægur fyrir mig og Ástrali. Ég hefði viljað ná betri árangri á árinu, en fyrsti sigurinn er alltaf sætur. Við Ástralir erum stoltir af þjóðerni okkar og margir ökumenn hafa staðið sig vel, eins og Michael Doohan og Casey Stoner á mótorhjólum. Þetta var góður dagur fyrir Ástralíu og mig persónulega, en strákrnir í liðinu hafa smíðað sérstakan bíl undir handleiðslu Adrian Newey", sagði Webber eftir sigurinn á Nurburgring. Hann fagnaði gífurlega þegar hann kom í endamark, hló og grét, en sjá og heyra má viðbrögð hans hér. Með árangri Red Bull hefur liðið sett mikla pressu á Brawn liðið sem réð lögum og lofum í fyrstu mótum ársins, en Red Bull hefur unnið tvö síðustu mót. Jenson Button er efstur í stigamótinu, en Vettel og Webber hafa færst upp fyrir Rubens Barrichello. Sjá stöðuna í stigamótinu Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ástralinn Mark Webber vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 með Red Bull, sem varð í fyrsta og öðru sæti, en Sebastian Vettel fylgdi í kjölfar Webbers. Webber fótbrotnaði illa og axlarbrotnaði í vetur, en með strangri endurhæfingu gat hann stigið um borð í Formúlu 1 bíl í upphafi tímabilsins. Um tíma var talið að ferli Webbers væri lokið, en hann lenti framan á bíl þegar hann var í reiðhjólakeppni í Tasmaníu við Ástralíu. En með harðfylgi tókst Webber að mæta aftur til leiks og er með fjölda titanium pinna í vinstri fætinum. Þeir verða ekki teknir úr fyrr en í desember. Webber axlarbrotnaði líka og sagði liðinu ekki frá í því fyrstu, svo hann missti ekki sæti sitt hjá liðinu. "Sigurinn er mjög mikilvægur fyrir mig og Ástrali. Ég hefði viljað ná betri árangri á árinu, en fyrsti sigurinn er alltaf sætur. Við Ástralir erum stoltir af þjóðerni okkar og margir ökumenn hafa staðið sig vel, eins og Michael Doohan og Casey Stoner á mótorhjólum. Þetta var góður dagur fyrir Ástralíu og mig persónulega, en strákrnir í liðinu hafa smíðað sérstakan bíl undir handleiðslu Adrian Newey", sagði Webber eftir sigurinn á Nurburgring. Hann fagnaði gífurlega þegar hann kom í endamark, hló og grét, en sjá og heyra má viðbrögð hans hér. Með árangri Red Bull hefur liðið sett mikla pressu á Brawn liðið sem réð lögum og lofum í fyrstu mótum ársins, en Red Bull hefur unnið tvö síðustu mót. Jenson Button er efstur í stigamótinu, en Vettel og Webber hafa færst upp fyrir Rubens Barrichello. Sjá stöðuna í stigamótinu
Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira