Button vel fagnað í Bretlandi 22. október 2009 10:44 Bretar fögnuðu Jenson Button vel í vikunni. mynd: Getty Images Jenson Button hefur fengið höfðinglegar mótttökur hvar sem hann hefur komið við síðustu daga í heimalandinu í Bretlandi. Hann hitti almenning í fyrsta skipti á þriðjidaginn í sérstakri mótttöku í Lonodn og í gær hitti hann alla samstarfsmenn sína í höfuðstöðum Brawn í Brackley. "Það hafa margir lagt hönd á plóginn og við höfum upplifað erfiða tíma, en einhvern veginn tókst okkur að halda liðinu gangandi. Þið eigið þakkir skildar fyrir frábært starf", sagði Button við samstarfsmenn sína. Lengi vel leit út fyrir að Brawn liðið yrði ekki að veruleika og segja þurfti upp mörgum starfsmönnum fyrrum Honda liðsins, sem var lagt niður. En Ross Brawn tókst að bjarga liðinu og Virgin flugfélagið breska styrkti liðið til dáða allt árið. Bretinn Lewis Hamilton sem afsalar sér titilinum til Button sagði um nýja meistarann: Button veit að ég hef stutt hann og ég er búinn að óska honum til hamingju með árangurinn. Hann verður frábær fulltrúi fyrir íþrótt okkar. Það er líka gott að titilinn er ekki að fara frá Bretlandi og ég vona að við berjumst um titilinn á næsta ári. Við erum báðir stoltir af landi okkar og viljum verða þjóð okkar til sóma", sagði Hamilton. Sjá viðtal við Hamilton Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button hefur fengið höfðinglegar mótttökur hvar sem hann hefur komið við síðustu daga í heimalandinu í Bretlandi. Hann hitti almenning í fyrsta skipti á þriðjidaginn í sérstakri mótttöku í Lonodn og í gær hitti hann alla samstarfsmenn sína í höfuðstöðum Brawn í Brackley. "Það hafa margir lagt hönd á plóginn og við höfum upplifað erfiða tíma, en einhvern veginn tókst okkur að halda liðinu gangandi. Þið eigið þakkir skildar fyrir frábært starf", sagði Button við samstarfsmenn sína. Lengi vel leit út fyrir að Brawn liðið yrði ekki að veruleika og segja þurfti upp mörgum starfsmönnum fyrrum Honda liðsins, sem var lagt niður. En Ross Brawn tókst að bjarga liðinu og Virgin flugfélagið breska styrkti liðið til dáða allt árið. Bretinn Lewis Hamilton sem afsalar sér titilinum til Button sagði um nýja meistarann: Button veit að ég hef stutt hann og ég er búinn að óska honum til hamingju með árangurinn. Hann verður frábær fulltrúi fyrir íþrótt okkar. Það er líka gott að titilinn er ekki að fara frá Bretlandi og ég vona að við berjumst um titilinn á næsta ári. Við erum báðir stoltir af landi okkar og viljum verða þjóð okkar til sóma", sagði Hamilton. Sjá viðtal við Hamilton
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira