NRK hefur ekki áhyggjur af kostnaðinum við Eurovision 17. maí 2009 09:28 Norska ríkisútvarpið (NRK) hefur ekki áhyggjur af því að kostnaðurinn við að halda Eurovision í Osló á næsta ári muni skyggja á gleðina við að halda keppnina. Á vefsíðunni e24.no er rætt við Sigurd Sandvin upplýsingafulltrúa NRK sem segist ekki hafa neinar áhyggjur af kostnaðinum. „Þetta þarf ekki að vera svo dýrt," segir Sandvin. „Og Noregur ætti að geta meðhöndlað kostnaðinn. Það yrði heiður fyrir NRK að halda keppnina. Þess má geta að talið er að keppnin hafi kostað Rússa yfir fimm milljarða kr. Sandvin telur að ekki sé ástæða fyrir NRK að leggja jafnmikið í keppnina og Rússar gerðu. Nefnir hann að þegar keppnin var haldin í Finnlandi árið 2007 nam kostnaður finnska ríkisútvarpsins um 1,9 milljörðum kr. Sandvin nefnir að upp í kostnaðinn komi styrkir frá bæði Evrópusambandinu og norska ríkinu og þar að auki komi tekjur af miðasölu. Og ekki megi gleyma jákvæðum áhrifum á ferðamannaiðnaðinn í Osló við að halda Eurovision. Fram kemur í fréttinni að framleiðslufyrirtækið Dinamo Story er þegar í samningum um að leigja Telenor Arena, stærsta innanhússvið Noregs undir keppnina á næsta ári. Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norska ríkisútvarpið (NRK) hefur ekki áhyggjur af því að kostnaðurinn við að halda Eurovision í Osló á næsta ári muni skyggja á gleðina við að halda keppnina. Á vefsíðunni e24.no er rætt við Sigurd Sandvin upplýsingafulltrúa NRK sem segist ekki hafa neinar áhyggjur af kostnaðinum. „Þetta þarf ekki að vera svo dýrt," segir Sandvin. „Og Noregur ætti að geta meðhöndlað kostnaðinn. Það yrði heiður fyrir NRK að halda keppnina. Þess má geta að talið er að keppnin hafi kostað Rússa yfir fimm milljarða kr. Sandvin telur að ekki sé ástæða fyrir NRK að leggja jafnmikið í keppnina og Rússar gerðu. Nefnir hann að þegar keppnin var haldin í Finnlandi árið 2007 nam kostnaður finnska ríkisútvarpsins um 1,9 milljörðum kr. Sandvin nefnir að upp í kostnaðinn komi styrkir frá bæði Evrópusambandinu og norska ríkinu og þar að auki komi tekjur af miðasölu. Og ekki megi gleyma jákvæðum áhrifum á ferðamannaiðnaðinn í Osló við að halda Eurovision. Fram kemur í fréttinni að framleiðslufyrirtækið Dinamo Story er þegar í samningum um að leigja Telenor Arena, stærsta innanhússvið Noregs undir keppnina á næsta ári.
Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira