Rússneskur auðmaður keypti Mercedes bíl Hitlers 23. nóvember 2009 14:45 Rússneskur auðmaður hefur fest kaup á Mercedes bíl Adolf Hitlers en bíll er af gerðinni Mercedes 770 K og var oft notaður af Hitler við opinberar athafnir á sínum tíma.Samkvæmt frásögn í blaðinu Express í Köln hafði rússneski auðmaðurinn samband við Michael Fröhlich bílasala í borginni og bað hann að grennslast fyrir um örlög þessa bíls.Fröhlich varði nokkrum vikum í að finna þennan bíl. Hann komst að því að bíllinn hefði verið seldur í Austurríki eftir seinni heimsstryjöldina. Síðan lenti hann í eigu bílasafns í Las Vegas þar til að brugghúseigandi í Bæjaralandi keypti hann.Þegar brugghúseigandinn lést árið 2008 lenti Mercedes bíllinn í eigu einkasafnara í Bielefeld sem geymdi hann í bílskúr ásamt sex öðrum bílum af sömu tegund en þeir eru mjög sjældgæfir nú til dags.Upprunaleg skjöl og myndir staðfesta að um bíl Hitlers sé að ræða og jafnvel númeraplöturnar eru þær sömu eða 1A 148461, að sögn Fröhlich.Rússneski auðmaðurinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, kom á einkaþotu sinni til Þýskalands og keypti hann allt safnið af þessum Mercedes bifreiðum á einu bretti. Hann borgaði á milli 5 og 10 milljónir evra bara fyrir Hitlers-bílinn eða allt að 1,8 milljarði kr.„Stolt safnsins, bíll Hitlers, er farinn til Mosku," segir Fröhlich. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rússneskur auðmaður hefur fest kaup á Mercedes bíl Adolf Hitlers en bíll er af gerðinni Mercedes 770 K og var oft notaður af Hitler við opinberar athafnir á sínum tíma.Samkvæmt frásögn í blaðinu Express í Köln hafði rússneski auðmaðurinn samband við Michael Fröhlich bílasala í borginni og bað hann að grennslast fyrir um örlög þessa bíls.Fröhlich varði nokkrum vikum í að finna þennan bíl. Hann komst að því að bíllinn hefði verið seldur í Austurríki eftir seinni heimsstryjöldina. Síðan lenti hann í eigu bílasafns í Las Vegas þar til að brugghúseigandi í Bæjaralandi keypti hann.Þegar brugghúseigandinn lést árið 2008 lenti Mercedes bíllinn í eigu einkasafnara í Bielefeld sem geymdi hann í bílskúr ásamt sex öðrum bílum af sömu tegund en þeir eru mjög sjældgæfir nú til dags.Upprunaleg skjöl og myndir staðfesta að um bíl Hitlers sé að ræða og jafnvel númeraplöturnar eru þær sömu eða 1A 148461, að sögn Fröhlich.Rússneski auðmaðurinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, kom á einkaþotu sinni til Þýskalands og keypti hann allt safnið af þessum Mercedes bifreiðum á einu bretti. Hann borgaði á milli 5 og 10 milljónir evra bara fyrir Hitlers-bílinn eða allt að 1,8 milljarði kr.„Stolt safnsins, bíll Hitlers, er farinn til Mosku," segir Fröhlich.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira