Elinor Ostrom er fyrsta konan til að fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði en tilkynnt var um verðlaunahafa í morgun. Alls eru 40 ár frá því að þessi verðlaun voru veitt í fyrsta sinn.
Ostrom hlýtur verðlaunin í ár ásamt Oliver Williamson. Ostrom fær verðlaunin m.a. fyrir rannsóknir sínar á þjóðareignum en Wlliamson fyrir greiningar sínar á viðskiptum innan og milli fyrirtækja.
Ostrom, sem er fædd árið 1933, er prófessor í stjórnmálafræðum við háskólann í Indiana.