Handbolti

Einar Andri: Gríðarleg vonbrigði en stoltur af strákunum

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Einar Andri Einarsson, þjálfari FH.
Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. Mynd/
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði en ég er stoltur af strákunum. Þeir lögðu allt í þetta og það er mín skoðun að þeir hefðu átt skilið að vinna þennan leik." sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir tap gegn Haukum í Kaplakrika í dag.

Það mátti sjá að FH-ingar voru alls ekki sáttir með þá félaga Hafstein og Gísla sem dæmdu leikinn í dag. Ólafur Gústafsson var til að mynda rekinn af velli snemma leiks eftir umdeilt atvik.

„Þeir sem eru búnir að sjá þetta í sjónvarpinu segja mér að þetta hefði aldrei átt að vera rautt spjald, mesta lagi 2 mínútur. Mér fannst dómgæslan halla verulega á okkur í dag." sagði Einar Andri.

Einar var þó mjög ánægður með sína menn og gengur stoltur af velli. „Ég er eins ánægður og hægt er að vera ánægður með íþróttalið. Það voru allir að leggja gjörsamlega allt í þetta og það er ekki hægt að biðja um meira".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×