Alonso: Gleymum hneykslinu og keppum 25. september 2009 11:00 Fernando Alonso svarar atgangshörðum blaðamönnum í Singapúr. mynd: getty Images Fernando Alonso hjá Renault vann mótið í Singapúr í fyrra og var hreinsaður af öllum áburði um að hafa tekið þátt í samsæri um að svindla eins og Renault lið hans var dæmt fyrir. "Ég undirbý mig af kostgæfni fyrir mótið og hugsa ekki um annað. Það sem gerðist í fyrra er búið og það er tími til kominn að horfa fram veginn", sagði Alonso sem hefur verið umsetinn fjölmiðlamönnum. Keppt er í Singapúr um helgina og ökumenn aka á tveimur æfingum í dag. "Ég þarf að einbeita mér að kappakstrinum og svo er keppt í Japan um næstu helgi. Ég vonast til að ná góðum árangri á ný. Pat Symonds og Flavio Briatore eru ekki hér, en það er fullt af vönum mönnum sem vinna vel. Það eru læti í fjölmiðlamönnum en ég er viss um að hugur manna verður á kappakstrinum um helgina, ekki því sem liðið er." Sýnd verður samantekt frá æfingum keppnisliða í Singapúr á Stöð 2 Sport í kvöld. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr. Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso hjá Renault vann mótið í Singapúr í fyrra og var hreinsaður af öllum áburði um að hafa tekið þátt í samsæri um að svindla eins og Renault lið hans var dæmt fyrir. "Ég undirbý mig af kostgæfni fyrir mótið og hugsa ekki um annað. Það sem gerðist í fyrra er búið og það er tími til kominn að horfa fram veginn", sagði Alonso sem hefur verið umsetinn fjölmiðlamönnum. Keppt er í Singapúr um helgina og ökumenn aka á tveimur æfingum í dag. "Ég þarf að einbeita mér að kappakstrinum og svo er keppt í Japan um næstu helgi. Ég vonast til að ná góðum árangri á ný. Pat Symonds og Flavio Briatore eru ekki hér, en það er fullt af vönum mönnum sem vinna vel. Það eru læti í fjölmiðlamönnum en ég er viss um að hugur manna verður á kappakstrinum um helgina, ekki því sem liðið er." Sýnd verður samantekt frá æfingum keppnisliða í Singapúr á Stöð 2 Sport í kvöld. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr.
Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira