Ólafur Ingi af stað á nýjan leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2009 08:00 Ólafur Ingi Skúlason, lengst til vinstri, fagnar marki í leik með Helsingborg. Nordic Photos / AFP Ólafur Ingi Skúlason byrjar að spila knattspyrnu í næstu viku eftir sjö mánaða hlé vegna meiðsla. Hann er á mála hjá sænska liðinu Helsinborg og hefur verið þar síðan 2007. Ólafur Ingi spilaði hins vegar lítið með liðinu í fyrra og í september varð hann fyrir því óláni að slíta krossbönd í hægra hné. Árið 2005 sleit hann krossbönd í vinstra hné en hann var þá á mála hjá Brentford í Englandi. Það hefur því gengið á ýmsu hjá þessum 26 ára gamla Árbæingi. „Undanfarnar fjórar vikur hef ég verið að æfa með aðalliðinu. Ég hef þó ekki verið að beita mér að fullu og fengið að vera hálfgert súkkulaði." Hann fékk þó góðar fréttir í vikunni. „Ég hef verið að fara í styrkleikapróf á hnénu og nú hef ég fengið grænt ljós frá læknum félagsins. Ég get því byrjað að spila á ný." Ólafur Ingi mun fyrst um sinn spila með varaliði Helsingborg og leikur með því á þriðjudaginn næstkomandi. „Ég mun spila í 45 mínútur í þessum leik og munum við þá meta stöðuna. Við munum fara okkur hægt til að byrja með því við viljum að þetta verði gert eins vel og hægt er. Sænska deildin fer í frí í júní og ef ég næ leik með aðalliðinu fyrir þann tíma væri það bónus. Aðalmálið er að koma mér í almennilegt leikform." „Liðið hefur þar að auki verið að spila vel. Við erum í efsta sæti deildarinnar og tökum líka þátt í Evrópukeppninni á þessari leiktíð. En það er vitaskuld mitt markmið að vera fastamaður í þessu liði. Ef ég er heill heilsu á ég fullt erindi í þetta lið." Samningur Ólafs Inga við Helsingborg rennur út að tímabillinu loknu en hann segir að forráðamenn liðsins vilja halda sér. „Þeir vilja fara að ræða nýjan samning strax og þeir hafa áður sagt mér að ég eigi að vera einn af framtíðarleikmönnum liðsins. Það er mjög jákvætt fyrir mig og gott að vita að stuðningi við mig. Hvað gerist svo er annað mál og verður bara að fá að koma í ljós." Sem fyrr segir gekk Ólafur Ingi í raðir Helsingborg frá Brentford í Englandi árið 2007. Honum gekk vel á sínu fyrsta tímabili með liðinu og vann sér fljótlega fast sæti í byrjunarliðinu. Liðið náði langt í UEFA-bikarkeppninni og þar að auki vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu. „Svo meiddist ég í apríl í fyrra þar sem í ljós kom að krossbandið væri rifið en þó ekki alveg slitið. Ákveðið var að reyna að styrkja hnéð með endurhæfingu í stað þess að fara í aðgerð." „Sú endurhæfing tók þrjá mánuði. Ég byrjaði að spila aftur í ágúst og í mínum fyrsta leik í byrjunarliði, sem var í september, lenti ég í tæklingu eftir aðeins átta mínútur og þá fór krossbandið alveg. Ég var því meiddur nánast allt tímabilið í fyrra." Hann segir að endurhæfingin hafi gengið betur nú en þegar hann sleit krossband í vinstra hné árið 2005. „Það er nokkuð gott að geta byrjað að spila aftur sjö mánuðum eftir aðgerð. Þetta lítur bara mjög vel út núna og hlakka ég til að geta byrjað að spila loksins aftur." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason byrjar að spila knattspyrnu í næstu viku eftir sjö mánaða hlé vegna meiðsla. Hann er á mála hjá sænska liðinu Helsinborg og hefur verið þar síðan 2007. Ólafur Ingi spilaði hins vegar lítið með liðinu í fyrra og í september varð hann fyrir því óláni að slíta krossbönd í hægra hné. Árið 2005 sleit hann krossbönd í vinstra hné en hann var þá á mála hjá Brentford í Englandi. Það hefur því gengið á ýmsu hjá þessum 26 ára gamla Árbæingi. „Undanfarnar fjórar vikur hef ég verið að æfa með aðalliðinu. Ég hef þó ekki verið að beita mér að fullu og fengið að vera hálfgert súkkulaði." Hann fékk þó góðar fréttir í vikunni. „Ég hef verið að fara í styrkleikapróf á hnénu og nú hef ég fengið grænt ljós frá læknum félagsins. Ég get því byrjað að spila á ný." Ólafur Ingi mun fyrst um sinn spila með varaliði Helsingborg og leikur með því á þriðjudaginn næstkomandi. „Ég mun spila í 45 mínútur í þessum leik og munum við þá meta stöðuna. Við munum fara okkur hægt til að byrja með því við viljum að þetta verði gert eins vel og hægt er. Sænska deildin fer í frí í júní og ef ég næ leik með aðalliðinu fyrir þann tíma væri það bónus. Aðalmálið er að koma mér í almennilegt leikform." „Liðið hefur þar að auki verið að spila vel. Við erum í efsta sæti deildarinnar og tökum líka þátt í Evrópukeppninni á þessari leiktíð. En það er vitaskuld mitt markmið að vera fastamaður í þessu liði. Ef ég er heill heilsu á ég fullt erindi í þetta lið." Samningur Ólafs Inga við Helsingborg rennur út að tímabillinu loknu en hann segir að forráðamenn liðsins vilja halda sér. „Þeir vilja fara að ræða nýjan samning strax og þeir hafa áður sagt mér að ég eigi að vera einn af framtíðarleikmönnum liðsins. Það er mjög jákvætt fyrir mig og gott að vita að stuðningi við mig. Hvað gerist svo er annað mál og verður bara að fá að koma í ljós." Sem fyrr segir gekk Ólafur Ingi í raðir Helsingborg frá Brentford í Englandi árið 2007. Honum gekk vel á sínu fyrsta tímabili með liðinu og vann sér fljótlega fast sæti í byrjunarliðinu. Liðið náði langt í UEFA-bikarkeppninni og þar að auki vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu. „Svo meiddist ég í apríl í fyrra þar sem í ljós kom að krossbandið væri rifið en þó ekki alveg slitið. Ákveðið var að reyna að styrkja hnéð með endurhæfingu í stað þess að fara í aðgerð." „Sú endurhæfing tók þrjá mánuði. Ég byrjaði að spila aftur í ágúst og í mínum fyrsta leik í byrjunarliði, sem var í september, lenti ég í tæklingu eftir aðeins átta mínútur og þá fór krossbandið alveg. Ég var því meiddur nánast allt tímabilið í fyrra." Hann segir að endurhæfingin hafi gengið betur nú en þegar hann sleit krossband í vinstra hné árið 2005. „Það er nokkuð gott að geta byrjað að spila aftur sjö mánuðum eftir aðgerð. Þetta lítur bara mjög vel út núna og hlakka ég til að geta byrjað að spila loksins aftur."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira