Besta hótel Grænlands, Hotel Arctic, fékk nýlega sína fimmtu stjörnu og er þar með orðið að nyrsta hóteli heimsins en það liggur við Ilulissat eða Ísfjörðinn á vesturströnd Grænlands.
Fimmta stjarnan kom í framhaldi af því að Hotel Arctic opnaði nýjan 600 fm ráðstefnusal með öllum nýjustu tækjum og tólum sem geta prýtt slíka aðstöðu.
Samkvæmt frétt um málið í börsen.dk hefur hótelið verið í fararbroddi s.l. 25 ár á Grænlandi í eflingu á umhverfisvænni ferðaþjónustu og fékk verðlaunin „Græni lykillinn" af þeim sökum þegar árið 2000.
Nýlega var hótelið svo tilnefnt til Ny Nordisk matargerðarverðlaunanna sem eru á vegum Norðurlandaráðs. Þar keppir hótelið m.a. við veitingahúsið Noma um heiðurinn. Noma aftur á móti var nýlega valið þriðja besta veitingahús heimsins.