Viðskiptalegar forsendur Jón Kaldal skrifar 2. desember 2009 06:00 Sú niðurstaða að kröfuhafar eignist 87 prósent hlutafjár í Arion banka er ánægjuleg. Íslenski hluti gamla Kaupþings er þar með kominn að langstærstum hluta í eigu kröfuhafa bankans, eins og gildir einnig um íslenska hluta gamla Glitnis, Íslandsbanka, sem kröfuhafar hafa samið um að eignast í 95 prósenta hlut. Ríkið er því í þann mund að losna við ábyrgðina á þessum tveimur bönkum, sem það axlaði síðasta haust, þegar það tók yfir rekstur stóru bankanna með neyðarlögunum. Eftir sem áður situr ríkið uppi með svarta Péturinn í stokknum, Landsbankann með Icesave innanborðs, um ófyrirséða framtíð. En það er önnur og sorglegri saga. Örlög hinna bankanna vekja vonir um að hér sé loks að skapast skilyrði til að afgreiða ýmis mikilvæg mál. Hafi einhver talið að ríkið væri rétti aðilinn til að reka banka, þá ætti reynslan undanfarna mánuði að vera upplýsandi kennslustund um annað. Stjórnendur bankanna hafa hikstað frammi fyrir ýmsum snúnum úrlausnarmálum. Þar á meðal eru ákvarðanir um afskriftir skulda, mögulegar yfirtökur og endursölu á skuldsettum en góðum félögum, eða hvort eigi að senda þau í gjaldþrot sem ekki eru lífvænleg. Þetta hik bankastjórnendanna er skiljanlegt. Þeir hafa hvorki haft bakland né skýra pólitíska leiðsögn um hvernig á að halda á málum. Hættan í þessari stöðu er að allsherjar doði leggist yfir athafnalífið, líkt og gerðist í Japan á hinum svokallaða týnda áratug í kjölfar kreppunnar þar fyrir um tuttugu árum. Íslenskt athafnalíf hefur verið í raunverulegri hættu með að verða sömu örlögum að bráð. Rekstur banka á að byggjast á viðskiptalegum forsendum. Þegar ríkið á í hlut er hins vegar hættan á að forsendurnar verði pólitískar, eins og við Íslendingar höfum beiska reynslu af frá fyrri tíð. Aðkoma kröfuhafa að rekstri Arion banka og Íslandsbanka dregur úr þessari hættu. Það skiptir einnig verulegu máli að útlend fjármálafyrirtæki eru fyrirferðarmikil í báðum tilvikum. Þessir erlendu aðilar eiga mikilla hagsmuna að gæta að hagkerfi landsins taki sem fyrst við sér því þar með eykst verðmæti þeirra í bönkunum. Innkoma útlendinganna ætti að sama skapi að efla traust á íslensku bönkunum. Þeir eru ekki hluti af okkar þéttriðna samfélagi, ættmenna, vina og fjandmanna. Fyrir þeim vakir að ná sem mestum heimtum af eignum sínum hér á landi. Í því ljósi og engu öðru mun þurfa að skoða þær ákvarðanir sem verða teknar innan bankanna. Það verður hressandi nýbreytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun
Sú niðurstaða að kröfuhafar eignist 87 prósent hlutafjár í Arion banka er ánægjuleg. Íslenski hluti gamla Kaupþings er þar með kominn að langstærstum hluta í eigu kröfuhafa bankans, eins og gildir einnig um íslenska hluta gamla Glitnis, Íslandsbanka, sem kröfuhafar hafa samið um að eignast í 95 prósenta hlut. Ríkið er því í þann mund að losna við ábyrgðina á þessum tveimur bönkum, sem það axlaði síðasta haust, þegar það tók yfir rekstur stóru bankanna með neyðarlögunum. Eftir sem áður situr ríkið uppi með svarta Péturinn í stokknum, Landsbankann með Icesave innanborðs, um ófyrirséða framtíð. En það er önnur og sorglegri saga. Örlög hinna bankanna vekja vonir um að hér sé loks að skapast skilyrði til að afgreiða ýmis mikilvæg mál. Hafi einhver talið að ríkið væri rétti aðilinn til að reka banka, þá ætti reynslan undanfarna mánuði að vera upplýsandi kennslustund um annað. Stjórnendur bankanna hafa hikstað frammi fyrir ýmsum snúnum úrlausnarmálum. Þar á meðal eru ákvarðanir um afskriftir skulda, mögulegar yfirtökur og endursölu á skuldsettum en góðum félögum, eða hvort eigi að senda þau í gjaldþrot sem ekki eru lífvænleg. Þetta hik bankastjórnendanna er skiljanlegt. Þeir hafa hvorki haft bakland né skýra pólitíska leiðsögn um hvernig á að halda á málum. Hættan í þessari stöðu er að allsherjar doði leggist yfir athafnalífið, líkt og gerðist í Japan á hinum svokallaða týnda áratug í kjölfar kreppunnar þar fyrir um tuttugu árum. Íslenskt athafnalíf hefur verið í raunverulegri hættu með að verða sömu örlögum að bráð. Rekstur banka á að byggjast á viðskiptalegum forsendum. Þegar ríkið á í hlut er hins vegar hættan á að forsendurnar verði pólitískar, eins og við Íslendingar höfum beiska reynslu af frá fyrri tíð. Aðkoma kröfuhafa að rekstri Arion banka og Íslandsbanka dregur úr þessari hættu. Það skiptir einnig verulegu máli að útlend fjármálafyrirtæki eru fyrirferðarmikil í báðum tilvikum. Þessir erlendu aðilar eiga mikilla hagsmuna að gæta að hagkerfi landsins taki sem fyrst við sér því þar með eykst verðmæti þeirra í bönkunum. Innkoma útlendinganna ætti að sama skapi að efla traust á íslensku bönkunum. Þeir eru ekki hluti af okkar þéttriðna samfélagi, ættmenna, vina og fjandmanna. Fyrir þeim vakir að ná sem mestum heimtum af eignum sínum hér á landi. Í því ljósi og engu öðru mun þurfa að skoða þær ákvarðanir sem verða teknar innan bankanna. Það verður hressandi nýbreytni.
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun