Finnar vilja ekki markið aftur 3. apríl 2009 06:15 Fall sænsku krónunnar gagnvart evru hefur komið niður á utanríkisviðskiptum Finna. Enginn vilji er fyrir því í Finnlandi að taka aftur upp sjálfstæðan gjaldmiðil.Fréttablaðið/Stefán „Það er lítill stuðningur við það í Finnlandi að ganga úr myntbandalagi Evrópusambandsins og taka aftur upp finnska markið þrátt fyrir kreppuna,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu. Mytty var með fyrirlestur um finnsku kreppuna í byrjun síðasta áratugar og reynsluna af myntsamsamstarfi við Evrópusambandið í gær. Í fyrirlestri Myttys kom fram að í kjölfar djúprar kreppu hafi finnsk stjórnvöld sett saman teymi sérfræðinga úr háskólunum sem mátu kosti og galla þess að ganga í ESB. Kostirnir vógu þyngra en gallarnir. Finnar gengu í ESB 1995 og hefur hagvöxtur þar, sem á mikið undir utanríkisverslun, verið nokkuð stöðugur síðan þá. Svíar brugðu á sama ráð í kjölfar bankakreppunnar um svipað leyti. Ekki var þó stuðningur við upptöku evru þar í landi. Gengi sænsku krónunnar hefur fallið talsvert gagnvart evru upp á síðkastið. Það hefur komið niður á fjárfestingum Svía í Finnlandi og útflutningi Finna þangað. Á móti hefur gengisfallið nýst Finnum í Svíþjóð, að sögn Myttys. - jab Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Það er lítill stuðningur við það í Finnlandi að ganga úr myntbandalagi Evrópusambandsins og taka aftur upp finnska markið þrátt fyrir kreppuna,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu. Mytty var með fyrirlestur um finnsku kreppuna í byrjun síðasta áratugar og reynsluna af myntsamsamstarfi við Evrópusambandið í gær. Í fyrirlestri Myttys kom fram að í kjölfar djúprar kreppu hafi finnsk stjórnvöld sett saman teymi sérfræðinga úr háskólunum sem mátu kosti og galla þess að ganga í ESB. Kostirnir vógu þyngra en gallarnir. Finnar gengu í ESB 1995 og hefur hagvöxtur þar, sem á mikið undir utanríkisverslun, verið nokkuð stöðugur síðan þá. Svíar brugðu á sama ráð í kjölfar bankakreppunnar um svipað leyti. Ekki var þó stuðningur við upptöku evru þar í landi. Gengi sænsku krónunnar hefur fallið talsvert gagnvart evru upp á síðkastið. Það hefur komið niður á fjárfestingum Svía í Finnlandi og útflutningi Finna þangað. Á móti hefur gengisfallið nýst Finnum í Svíþjóð, að sögn Myttys. - jab
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira