Kreppan mun verri í Danmörku en áður var talið 30. september 2009 08:40 Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur minnkaði landsframleiðsla landsins um 2,6% milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Hefur landsframleiðslan því lækkað um 7,2% á liðnum 12 mánuðum sem er mun meira en sérfræðingar áttu von á. Þessi lækkun á landsframleiðslu á 12 mánuðum er sú mesta í sögu landsins að því er segir í dönskum fjölmiðlum sem fjalla um málið í morgun. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs minnkaði landsframleiðslan um 5,3% en til samanburðar gerðu greiningardeildir Nordea og Danske Bank ráð fyrir minnkun upp á 1,7% á því tímabili. Í frétt um málið á Börsen segir að tölurnar feli í sér mikinn samdrátt í fjárfestingum og einkaneyslu en á móti komi aukning á útgjöldum hins opinbera. Þá hefur niðursveiflan í bæði út- og innflutningsgreinum landsins haldið áfram. Fram kemur að í samanburði á öðrum ársfjórðungi nú og sama tímabili í fyrra hefur innflutningur dregist saman um 16,4% og útflutningur um 13,6%. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur minnkaði landsframleiðsla landsins um 2,6% milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Hefur landsframleiðslan því lækkað um 7,2% á liðnum 12 mánuðum sem er mun meira en sérfræðingar áttu von á. Þessi lækkun á landsframleiðslu á 12 mánuðum er sú mesta í sögu landsins að því er segir í dönskum fjölmiðlum sem fjalla um málið í morgun. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs minnkaði landsframleiðslan um 5,3% en til samanburðar gerðu greiningardeildir Nordea og Danske Bank ráð fyrir minnkun upp á 1,7% á því tímabili. Í frétt um málið á Börsen segir að tölurnar feli í sér mikinn samdrátt í fjárfestingum og einkaneyslu en á móti komi aukning á útgjöldum hins opinbera. Þá hefur niðursveiflan í bæði út- og innflutningsgreinum landsins haldið áfram. Fram kemur að í samanburði á öðrum ársfjórðungi nú og sama tímabili í fyrra hefur innflutningur dregist saman um 16,4% og útflutningur um 13,6%.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira