Gæði norrænna guma Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 7. apríl 2009 00:01 Í miðbænum má oft sjá ljóshærðan mann ganga með barnavagn um stræti. Á göngu minni um rústir aðalverslunargötu bæjarins sé ég hann nær undantekningalaust og virði hann fyrir mér, enda heldur óalgengt að sjá karlmann einan á gangi með vagn þótt við búum í jafnréttissamfélagi. Oft hef ég fussað þegar konur mæra suðræna sveina fyrir riddaramennsku og reynt að leiða þeim fyrir sjónir að brosandi suðrænir hurðaopnarar séu óspennandi kostur miðað við blíða karlmenn af norðurhjara veraldar - og vísa til ljóshærða mannsins með barnavagninn máli mínu til stuðnings. Einhverra hluta vegna urðu samt sífellt fleiri íslenskir karlmenn sannfærðir um að þeir yrðu að fara eftir túristasögum af siðareglum Sturlungaaldar. Reyndar virtist þekking á gildi Íslendingasagna, Snorra-Eddu eða siglingakunnáttu til forna ekki fylgja með. Þá urðu þær raddir háværari að fugladráp væri mælikvarði karlmennskunnar. Virðing fyrir náttúru og velferð komandi kynslóða væri karlmönnum ekki samboðin. Þetta síðastnefnda hefur reyndar verið lengi algengt viðhorf. Ef til vill hefur það orðið til þegar lífið snérist í raun um að lifa af næsta vetur og rányrkja þótti réttlætanleg til að bjarga lífi barnanna á bænum. Þetta kemur til dæmis fram þegar saga síldaráranna er athuguð þar sem allt var saltað á tunnur þar til markaðir fylltust, verðið féll og silfur hafsins máðist út. Að undanförnu hafa fjölmiðlamenn veraldarinnar svo keppst við að gera gys að íslenska karlmanninum. Náðarhöggið hlaut goðsögnin um góða íslenska karlmanninn svo í tímaritinu Vanity Fair fyrir skömmu. Heimsbyggðin hlýtur nú að vera sannfærð um að Íslendingar stríði við kynbundinn erfðagalla sem geri þá að spaugilegum kjánum sem kunni ekki með peninga að fara. Ég ákvað samt að missa ekki trúna á meðan ljóshærði maðurinn væri enn á sveimi með barnavagn í Reykjavíkur. Það má því nærri geta hve vonbrigði mín urðu sár þegar ég heyrði ljóshærða manninn mæla orð af vörum um daginn. Af tungu hans ómaði ekki hinn dýrasti arfur heldur tungumál sem líklega tilheyrir grundum Póllands eða Litháen. Það er ég sannfærð um að hann er ekkert með barn í þessum vagni heldur noti hann til að flytja um smyglaðan vodka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í miðbænum má oft sjá ljóshærðan mann ganga með barnavagn um stræti. Á göngu minni um rústir aðalverslunargötu bæjarins sé ég hann nær undantekningalaust og virði hann fyrir mér, enda heldur óalgengt að sjá karlmann einan á gangi með vagn þótt við búum í jafnréttissamfélagi. Oft hef ég fussað þegar konur mæra suðræna sveina fyrir riddaramennsku og reynt að leiða þeim fyrir sjónir að brosandi suðrænir hurðaopnarar séu óspennandi kostur miðað við blíða karlmenn af norðurhjara veraldar - og vísa til ljóshærða mannsins með barnavagninn máli mínu til stuðnings. Einhverra hluta vegna urðu samt sífellt fleiri íslenskir karlmenn sannfærðir um að þeir yrðu að fara eftir túristasögum af siðareglum Sturlungaaldar. Reyndar virtist þekking á gildi Íslendingasagna, Snorra-Eddu eða siglingakunnáttu til forna ekki fylgja með. Þá urðu þær raddir háværari að fugladráp væri mælikvarði karlmennskunnar. Virðing fyrir náttúru og velferð komandi kynslóða væri karlmönnum ekki samboðin. Þetta síðastnefnda hefur reyndar verið lengi algengt viðhorf. Ef til vill hefur það orðið til þegar lífið snérist í raun um að lifa af næsta vetur og rányrkja þótti réttlætanleg til að bjarga lífi barnanna á bænum. Þetta kemur til dæmis fram þegar saga síldaráranna er athuguð þar sem allt var saltað á tunnur þar til markaðir fylltust, verðið féll og silfur hafsins máðist út. Að undanförnu hafa fjölmiðlamenn veraldarinnar svo keppst við að gera gys að íslenska karlmanninum. Náðarhöggið hlaut goðsögnin um góða íslenska karlmanninn svo í tímaritinu Vanity Fair fyrir skömmu. Heimsbyggðin hlýtur nú að vera sannfærð um að Íslendingar stríði við kynbundinn erfðagalla sem geri þá að spaugilegum kjánum sem kunni ekki með peninga að fara. Ég ákvað samt að missa ekki trúna á meðan ljóshærði maðurinn væri enn á sveimi með barnavagn í Reykjavíkur. Það má því nærri geta hve vonbrigði mín urðu sár þegar ég heyrði ljóshærða manninn mæla orð af vörum um daginn. Af tungu hans ómaði ekki hinn dýrasti arfur heldur tungumál sem líklega tilheyrir grundum Póllands eða Litháen. Það er ég sannfærð um að hann er ekkert með barn í þessum vagni heldur noti hann til að flytja um smyglaðan vodka.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun