Button býst við spennandi endasprett 28. október 2009 08:32 Jenson Button býst við háspennu á nýrri braut í Abu Dhabi. mynd: kappakstur.is Heimsmeistarinn Jenson Button er mættur til Abu Dhabi þar sem fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram á nýsmíðaðri braut um helgina. Hann segist vilja enda mótið með toppárangri, en hann tryggði sér titilinn í síðustu keppni. "Það er frábært að mæta með titilinn í veganesti í lokamótið og ég get verið afslappaðri en ella. Við viljum ljúka tímabilinu með sóma og ná toppárangri á nýrri braut", sagði Button. "Það er alltaf gaman að mæta á nýjan mótsstað og Yas Marina brautin er mjög óvenjuleg í alla staði. Þá hefst hún í dagsbirtu og lýkur í myrki. Það skapar sérstakt andrúmsloft. Ég er sannfærður um að mótið verður spennandi endasprettur á skemmtilegu keppnistímabili", sagði Button. Lið hans vann bæði titil bílsmiða og ökumanna í samstarfi við Mercedes, en Button er í samningaviðræðum við Brawn og einnig McLaren. Brawn þykir þó líklegri kostur, en Button vill launahækkun vegna titilsins og eftir að hafa tekið á sig launalækkun í upphafi tímabilsins. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button er mættur til Abu Dhabi þar sem fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram á nýsmíðaðri braut um helgina. Hann segist vilja enda mótið með toppárangri, en hann tryggði sér titilinn í síðustu keppni. "Það er frábært að mæta með titilinn í veganesti í lokamótið og ég get verið afslappaðri en ella. Við viljum ljúka tímabilinu með sóma og ná toppárangri á nýrri braut", sagði Button. "Það er alltaf gaman að mæta á nýjan mótsstað og Yas Marina brautin er mjög óvenjuleg í alla staði. Þá hefst hún í dagsbirtu og lýkur í myrki. Það skapar sérstakt andrúmsloft. Ég er sannfærður um að mótið verður spennandi endasprettur á skemmtilegu keppnistímabili", sagði Button. Lið hans vann bæði titil bílsmiða og ökumanna í samstarfi við Mercedes, en Button er í samningaviðræðum við Brawn og einnig McLaren. Brawn þykir þó líklegri kostur, en Button vill launahækkun vegna titilsins og eftir að hafa tekið á sig launalækkun í upphafi tímabilsins. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira