Bókhaldshneyksli hjá Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar 11. nóvember 2009 08:46 Stjórn Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar, Copenhagen Business School, glímir nú við töluvert bókhaldshneyksli sem fyrrum rektor skólans lét eftirmanni sínum í té er hann lét af störfum í ágúst s.l. Samkvæmt umfjöllun um málið í Jyllands Posten mun rektorinn fyrrverandi, Finn Junge-Jensen, hafa farið verulega frjálsum höndum um sérstakan stjórnarsjóð skólans. Afleiðingarnar eru að núverandi rektor, Johan Roos, hóf ferill sinn með 18 milljónir danskra kr., eða um 450 milljónir kr. í skuld við sjóðinn. Umræddur sjóður er til ráðstöfunar fyrir rektor skólans til ýmissa tilfallandi verkefna. Finn Junge-Jensen virðist hafa mokað úr sjóðnum til hægri og vinstri síðustu mánuði sína sem rektor. Sjóðurinn er 15 milljónir dankra kr. að stærð en þegar Johan Roos tók við honum hafði rektorinn fyrrverandi skuldbundið sjóðinn til að greiða 33 milljónir danskar til hinna og þessa aðila. Jyllands Posten segir að yfirstjórn skólans hafi fundað um málið bakvið luktar dyr þegar í ágústmánuði. Í framhaldi af þeim fundi var ákveðið að fella niður öll fjárveitingaloforð Finn Junge-Jensen sem voru umfram 15 milljóna danskra kr. hámarkið. Þar að auki var endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young fengið til að fara yfir bókhald skólans. Anders Knutsen formaður stjórnar skólans segir að þar að auki hafi verið ákveðið að leggja umræddan sjóð niður. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórn Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar, Copenhagen Business School, glímir nú við töluvert bókhaldshneyksli sem fyrrum rektor skólans lét eftirmanni sínum í té er hann lét af störfum í ágúst s.l. Samkvæmt umfjöllun um málið í Jyllands Posten mun rektorinn fyrrverandi, Finn Junge-Jensen, hafa farið verulega frjálsum höndum um sérstakan stjórnarsjóð skólans. Afleiðingarnar eru að núverandi rektor, Johan Roos, hóf ferill sinn með 18 milljónir danskra kr., eða um 450 milljónir kr. í skuld við sjóðinn. Umræddur sjóður er til ráðstöfunar fyrir rektor skólans til ýmissa tilfallandi verkefna. Finn Junge-Jensen virðist hafa mokað úr sjóðnum til hægri og vinstri síðustu mánuði sína sem rektor. Sjóðurinn er 15 milljónir dankra kr. að stærð en þegar Johan Roos tók við honum hafði rektorinn fyrrverandi skuldbundið sjóðinn til að greiða 33 milljónir danskar til hinna og þessa aðila. Jyllands Posten segir að yfirstjórn skólans hafi fundað um málið bakvið luktar dyr þegar í ágústmánuði. Í framhaldi af þeim fundi var ákveðið að fella niður öll fjárveitingaloforð Finn Junge-Jensen sem voru umfram 15 milljóna danskra kr. hámarkið. Þar að auki var endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young fengið til að fara yfir bókhald skólans. Anders Knutsen formaður stjórnar skólans segir að þar að auki hafi verið ákveðið að leggja umræddan sjóð niður.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira