Þessar hækkanir á álverðinu eru nokkuð í takti við hækkanir á annarri hrávöru ef frá er talið olía og gull sem sveiflast tölvuvert eftir gengi dollarans.
Álverðið nú er töluvert yfir þeim spám sem sérfræðingar hafa gert um verðþróun þess á næsta ári. Eins og við greindum frá fyrr í vetur spáði hópur sérfræðinga á Bloomberg fréttaveitunni því að meðalverð á áli næsta ár yrði í kringum 2.018 dollarar á tonnið.
Sömu sérfræðingar spáðu því s.l. sumar að álverðið færi yfir 2.000 dollara nú í desember. Sú spá hefur gengið eftir og gott betur.