Landsbankinn var fordæmi í Bretlandi 15. október 2009 04:00 Bresk fjármálayfirvöld vilja ekki sjá útibú erlendra banka sem þeir telja líkur á að geti alið af sér vandræði. Nordicphotos/AFP Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um endurskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka. Krafan var sett fram eftir að fjármálayfirvöld urðu að greiða þeim sem lagt höfðu fé inn á Icesave-innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi 7,5 milljarða punda eftir að bankinn fór í þrot fyrir ári. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins má banki í einu ríki stofna útibú í öðru en lýtur eftirliti í heimalandi sínu. Efnahagskreppa hrjáir Letta sem hafa fengið 7,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 1.400 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum ESB, frá AGS og Svíum til að forða greiðsluþroti þjóðarbúsins. Haft var eftir Adair Turner, stjórnarformanni FSA, í breskum fjölmiðlum í síðustu viku að eftirlitsstofnanir ESB-ríkja ættu að hafa heimild til að takmarka starfsemi útibúa erlendra banka sem standa höllum fæti og talið er að sæti ekki nægilegu eftirliti heima fyrir. - jab Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um endurskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka. Krafan var sett fram eftir að fjármálayfirvöld urðu að greiða þeim sem lagt höfðu fé inn á Icesave-innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi 7,5 milljarða punda eftir að bankinn fór í þrot fyrir ári. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins má banki í einu ríki stofna útibú í öðru en lýtur eftirliti í heimalandi sínu. Efnahagskreppa hrjáir Letta sem hafa fengið 7,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 1.400 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum ESB, frá AGS og Svíum til að forða greiðsluþroti þjóðarbúsins. Haft var eftir Adair Turner, stjórnarformanni FSA, í breskum fjölmiðlum í síðustu viku að eftirlitsstofnanir ESB-ríkja ættu að hafa heimild til að takmarka starfsemi útibúa erlendra banka sem standa höllum fæti og talið er að sæti ekki nægilegu eftirliti heima fyrir. - jab
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira