Fjárfestar tapa milljörðum á þorskeldi í Noregi 6. nóvember 2009 10:46 Fjárfestar hafa tapað 100 milljónum norskra kr. eða um 2.2 milljörðum kr. á þorskeldisstöðinni Branco í Noregi. Gjaldþrotaskipti á Branco eru til meðferðar hjá þingréttinum í Sunnmöre en stöðin varð gjaldþrota eftir níu ára rekstur. Í umfjöllun um málið í Finansavisen er rætt við Christian Garman forstjóra Branco sem segir að verð á eldisþorski sé orðið of lágt til að það standi undir rekstrarkostnaðinum. Þar að auki varð Branco fyrir töluverðu áfalli í fyrra vegna fiskidauða í eldisstöðvum þess. Samkvæmt Finansavisen er Branco ekki eina þorskeldisstöðin sem á í fjárhagsvandræðum í Noregi þessa dagana. Samanlagt tap 12 stærstu stöðvanna á síðasta ári nam hálfum milljarði norskra kr. eða um 11 milljörðum kr. Aslak Berge sérfræðingur í fiskeldi í Noregi sagði s.l. sumar að mikil kreppa væri í vændum fyrir norskar þorskeldisstöðvar og hann reiknar ekki með að verð á eldisþorski hækki á næstunni. Það er einkum aukinn kvóti á villtum þorski, sérstaklega í Barentshafi, sem mun halda verði á eldisþorskinum niðri á næsta ári. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestar hafa tapað 100 milljónum norskra kr. eða um 2.2 milljörðum kr. á þorskeldisstöðinni Branco í Noregi. Gjaldþrotaskipti á Branco eru til meðferðar hjá þingréttinum í Sunnmöre en stöðin varð gjaldþrota eftir níu ára rekstur. Í umfjöllun um málið í Finansavisen er rætt við Christian Garman forstjóra Branco sem segir að verð á eldisþorski sé orðið of lágt til að það standi undir rekstrarkostnaðinum. Þar að auki varð Branco fyrir töluverðu áfalli í fyrra vegna fiskidauða í eldisstöðvum þess. Samkvæmt Finansavisen er Branco ekki eina þorskeldisstöðin sem á í fjárhagsvandræðum í Noregi þessa dagana. Samanlagt tap 12 stærstu stöðvanna á síðasta ári nam hálfum milljarði norskra kr. eða um 11 milljörðum kr. Aslak Berge sérfræðingur í fiskeldi í Noregi sagði s.l. sumar að mikil kreppa væri í vændum fyrir norskar þorskeldisstöðvar og hann reiknar ekki með að verð á eldisþorski hækki á næstunni. Það er einkum aukinn kvóti á villtum þorski, sérstaklega í Barentshafi, sem mun halda verði á eldisþorskinum niðri á næsta ári.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira