Vogunarsjóður á Guernsey tapar á Glitni 26. október 2009 09:58 Vogunarsjóðurinn Close Enhanced Commodities Fund, sem staðsettur í á Guernsey gæti tapað allt að 17,5 milljónum punda eða um 3,5 milljörðum kr. á lánatryggingum sem veittar voru Glitni fyrir bankahrunið s.l. haust. Sjóðurinn, sem er í eigu Close Brothers, hefur aðvarað fjárfesta sína um að fari svo að ekkert fáist upp í kröfur sjóðsins á hendur Glitni muni hagnaðurinn af rekstri sjóðsins minnka um 19% í ár. Samkvæmt Reuters myndi hagnaðurinn þá nema 214 pensum á hlut en ef allar kröfur sjóðsins á hendur Glitni yrðu greiddar næmi hagnaðurinn 265 pensum á hlut, að því er segir í frétt á Reuters um málið. „Í kjölfar þess að íslenska stjórnvöld ákváðu að yfirtaka Glitnir Banki hf. telur stjórn sjóðsins líklegt að bankinn muni ekki standa við skuldbindingar sínar að fullu," segir í yfirlýsingu frá sjóðnum. Einnig kemur fram að í versta tilfelli fengi sjóðurinn ekkert upp í kröfur sínar. Sjóðurinn hefur áður aðvarað fjárfesta sína um hugsanlegt tap af þessum kröfum en hingað til hafa engar upphæðir verið settar fram um umfang þess. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vogunarsjóðurinn Close Enhanced Commodities Fund, sem staðsettur í á Guernsey gæti tapað allt að 17,5 milljónum punda eða um 3,5 milljörðum kr. á lánatryggingum sem veittar voru Glitni fyrir bankahrunið s.l. haust. Sjóðurinn, sem er í eigu Close Brothers, hefur aðvarað fjárfesta sína um að fari svo að ekkert fáist upp í kröfur sjóðsins á hendur Glitni muni hagnaðurinn af rekstri sjóðsins minnka um 19% í ár. Samkvæmt Reuters myndi hagnaðurinn þá nema 214 pensum á hlut en ef allar kröfur sjóðsins á hendur Glitni yrðu greiddar næmi hagnaðurinn 265 pensum á hlut, að því er segir í frétt á Reuters um málið. „Í kjölfar þess að íslenska stjórnvöld ákváðu að yfirtaka Glitnir Banki hf. telur stjórn sjóðsins líklegt að bankinn muni ekki standa við skuldbindingar sínar að fullu," segir í yfirlýsingu frá sjóðnum. Einnig kemur fram að í versta tilfelli fengi sjóðurinn ekkert upp í kröfur sínar. Sjóðurinn hefur áður aðvarað fjárfesta sína um hugsanlegt tap af þessum kröfum en hingað til hafa engar upphæðir verið settar fram um umfang þess.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira