Carlsberg orðið háðara hráolíuverði en ölsölu sinni 23. október 2009 10:31 Dönsku bruggverksmiðjurnar Carlsberg eru nú orðnar háðari hráolíuverðinu í heiminum en ölsölu sinni. Carlsberg fylgir Rússlandi upp og niður og í gegnum súrt og sætt hvað þetta varðar. Í ítarlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að á tveimur haustmánuðum í fyrra hafi hlutir í Carlsberg fallið um 65% á markaðinum í Kaupmannahöfn sem samsvarar niðursveiflunni á rússneska hlutabréfamarkaðinum og þróun olíuverðsins. Síðan þá hefur Carlsberg, Rússland og olíuverðið náð sér á strik. Í ár hafa hlutir í Carlsberg hækkað um 112% á meðan að Micex vísitalan í Rússlandi hefur hækkað um 115%. Á sama tíma hefur olíuverðið hækkað úr 50 dollurum á tunnuna og upp í 80 dollara. Grunnurinn að þessu sambandi á milli Carlsberg, Rússlands og olíuverðsins er einfaldlega að bruggverksmiðjurnar hafa lagt út í umfangsmikla uppbyggingu á starfsemi sinni í Rússlandi og kostað miklu fé til að auka markaðshlutdeild sína á rússneska ölmarkaðinum. „Carlsberg hefur orðið meir og meir háðara framvindunni í Rússlandi. Carlsberg er háð Rússlandi og Rússland er háð olíuverðinu," segir greinandinn Jens Houe Thomsen hjá Jyske Bank í samtali við börsen.dk. „Í rauninni er Carlsberg aðeins einu skrefi frá því að hafa keypt sér olíufélag." Stjórn Carlsberg í Valby horfir hinsvegar fyrst á reksturinn sinn og síðan á þróunina á hlutabréfaverðinu að sögn Thomsen. Hann telur að Carlsberg muni þéna mikla peninga í Rússlandi. „Rússland mun verða mjólkurkú fyrir Carlsberg í framtíðinni," segir Thomsen. Henrik Drusebjerg greinandi hjá Nordea er sammála þessu mati Thomsen. Hann bendir hinsvegar á þá pólitísku áhættu sem fylgir því að fjárfesta í Rússlandi. „Sú áhætta er gífurleg og hún takmarkar áhuga manna á fjárfestingum þar," segir Drusebjerg. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Dönsku bruggverksmiðjurnar Carlsberg eru nú orðnar háðari hráolíuverðinu í heiminum en ölsölu sinni. Carlsberg fylgir Rússlandi upp og niður og í gegnum súrt og sætt hvað þetta varðar. Í ítarlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að á tveimur haustmánuðum í fyrra hafi hlutir í Carlsberg fallið um 65% á markaðinum í Kaupmannahöfn sem samsvarar niðursveiflunni á rússneska hlutabréfamarkaðinum og þróun olíuverðsins. Síðan þá hefur Carlsberg, Rússland og olíuverðið náð sér á strik. Í ár hafa hlutir í Carlsberg hækkað um 112% á meðan að Micex vísitalan í Rússlandi hefur hækkað um 115%. Á sama tíma hefur olíuverðið hækkað úr 50 dollurum á tunnuna og upp í 80 dollara. Grunnurinn að þessu sambandi á milli Carlsberg, Rússlands og olíuverðsins er einfaldlega að bruggverksmiðjurnar hafa lagt út í umfangsmikla uppbyggingu á starfsemi sinni í Rússlandi og kostað miklu fé til að auka markaðshlutdeild sína á rússneska ölmarkaðinum. „Carlsberg hefur orðið meir og meir háðara framvindunni í Rússlandi. Carlsberg er háð Rússlandi og Rússland er háð olíuverðinu," segir greinandinn Jens Houe Thomsen hjá Jyske Bank í samtali við börsen.dk. „Í rauninni er Carlsberg aðeins einu skrefi frá því að hafa keypt sér olíufélag." Stjórn Carlsberg í Valby horfir hinsvegar fyrst á reksturinn sinn og síðan á þróunina á hlutabréfaverðinu að sögn Thomsen. Hann telur að Carlsberg muni þéna mikla peninga í Rússlandi. „Rússland mun verða mjólkurkú fyrir Carlsberg í framtíðinni," segir Thomsen. Henrik Drusebjerg greinandi hjá Nordea er sammála þessu mati Thomsen. Hann bendir hinsvegar á þá pólitísku áhættu sem fylgir því að fjárfesta í Rússlandi. „Sú áhætta er gífurleg og hún takmarkar áhuga manna á fjárfestingum þar," segir Drusebjerg.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira