Carlsberg orðið háðara hráolíuverði en ölsölu sinni 23. október 2009 10:31 Dönsku bruggverksmiðjurnar Carlsberg eru nú orðnar háðari hráolíuverðinu í heiminum en ölsölu sinni. Carlsberg fylgir Rússlandi upp og niður og í gegnum súrt og sætt hvað þetta varðar. Í ítarlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að á tveimur haustmánuðum í fyrra hafi hlutir í Carlsberg fallið um 65% á markaðinum í Kaupmannahöfn sem samsvarar niðursveiflunni á rússneska hlutabréfamarkaðinum og þróun olíuverðsins. Síðan þá hefur Carlsberg, Rússland og olíuverðið náð sér á strik. Í ár hafa hlutir í Carlsberg hækkað um 112% á meðan að Micex vísitalan í Rússlandi hefur hækkað um 115%. Á sama tíma hefur olíuverðið hækkað úr 50 dollurum á tunnuna og upp í 80 dollara. Grunnurinn að þessu sambandi á milli Carlsberg, Rússlands og olíuverðsins er einfaldlega að bruggverksmiðjurnar hafa lagt út í umfangsmikla uppbyggingu á starfsemi sinni í Rússlandi og kostað miklu fé til að auka markaðshlutdeild sína á rússneska ölmarkaðinum. „Carlsberg hefur orðið meir og meir háðara framvindunni í Rússlandi. Carlsberg er háð Rússlandi og Rússland er háð olíuverðinu," segir greinandinn Jens Houe Thomsen hjá Jyske Bank í samtali við börsen.dk. „Í rauninni er Carlsberg aðeins einu skrefi frá því að hafa keypt sér olíufélag." Stjórn Carlsberg í Valby horfir hinsvegar fyrst á reksturinn sinn og síðan á þróunina á hlutabréfaverðinu að sögn Thomsen. Hann telur að Carlsberg muni þéna mikla peninga í Rússlandi. „Rússland mun verða mjólkurkú fyrir Carlsberg í framtíðinni," segir Thomsen. Henrik Drusebjerg greinandi hjá Nordea er sammála þessu mati Thomsen. Hann bendir hinsvegar á þá pólitísku áhættu sem fylgir því að fjárfesta í Rússlandi. „Sú áhætta er gífurleg og hún takmarkar áhuga manna á fjárfestingum þar," segir Drusebjerg. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dönsku bruggverksmiðjurnar Carlsberg eru nú orðnar háðari hráolíuverðinu í heiminum en ölsölu sinni. Carlsberg fylgir Rússlandi upp og niður og í gegnum súrt og sætt hvað þetta varðar. Í ítarlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að á tveimur haustmánuðum í fyrra hafi hlutir í Carlsberg fallið um 65% á markaðinum í Kaupmannahöfn sem samsvarar niðursveiflunni á rússneska hlutabréfamarkaðinum og þróun olíuverðsins. Síðan þá hefur Carlsberg, Rússland og olíuverðið náð sér á strik. Í ár hafa hlutir í Carlsberg hækkað um 112% á meðan að Micex vísitalan í Rússlandi hefur hækkað um 115%. Á sama tíma hefur olíuverðið hækkað úr 50 dollurum á tunnuna og upp í 80 dollara. Grunnurinn að þessu sambandi á milli Carlsberg, Rússlands og olíuverðsins er einfaldlega að bruggverksmiðjurnar hafa lagt út í umfangsmikla uppbyggingu á starfsemi sinni í Rússlandi og kostað miklu fé til að auka markaðshlutdeild sína á rússneska ölmarkaðinum. „Carlsberg hefur orðið meir og meir háðara framvindunni í Rússlandi. Carlsberg er háð Rússlandi og Rússland er háð olíuverðinu," segir greinandinn Jens Houe Thomsen hjá Jyske Bank í samtali við börsen.dk. „Í rauninni er Carlsberg aðeins einu skrefi frá því að hafa keypt sér olíufélag." Stjórn Carlsberg í Valby horfir hinsvegar fyrst á reksturinn sinn og síðan á þróunina á hlutabréfaverðinu að sögn Thomsen. Hann telur að Carlsberg muni þéna mikla peninga í Rússlandi. „Rússland mun verða mjólkurkú fyrir Carlsberg í framtíðinni," segir Thomsen. Henrik Drusebjerg greinandi hjá Nordea er sammála þessu mati Thomsen. Hann bendir hinsvegar á þá pólitísku áhættu sem fylgir því að fjárfesta í Rússlandi. „Sú áhætta er gífurleg og hún takmarkar áhuga manna á fjárfestingum þar," segir Drusebjerg.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira