Rúrik Gíslason var enn á skotskónum fyrir lið sitt Viborg í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag þegar hann skoraði jöfnunarmark liðs síns í 1-1 jafntefli gegn Thisted á útivelli.
Markið kom tveimur mínútum fyrir leikslok eftir að leikmanni liðsins hafði verið vikið af leikvelli á 74. mínútu.
Viborg er í öðru sæti deildarinnar með 29 stig en Herfölge er á topnum með 30 stig og á leik til góða.
Rúrik er annar markahæsti leikmaður deildarinnar með 11 mörk.
Tveir leikir voru í úrvalsdeildinni í dag. Stefán Gíslason var í byrjunarliði Bröndby eins og venjulega þegar liðið lagði Nordsjælland 2-1.
Kári Árnason var í byrjunarliði AGF sem gerði 0-0 jafntefli við Sönderjyske. Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði Sönderjyske.