Margir ökumenn ósáttir við Hamilton 16. október 2008 17:42 Lewis Hamilton á undir högg að sækja meðal Formúlu 1 ökumanna í dag. Þeim þykir hann hugsa of mikið um sjálfan sig á kappakstursbrautinni. mynd: kappakstur.is Fjöldi ökumanna létu það í ljós í Kína í dag að þeir eru ósáttir við akstursmáta Lewis Hamilton og það sem gerðist í Japan fyllti mælinn hjá mörgum. "Ég er ósáttur við Hamilton, þó ég hafi ekki lent í árekstri við hann. Hann hélt aftur af mér í rúma tvo hringi, þó hann væri hring á eftir og ég væri í foyrstu", sagði Jarno Trulli hjá Toyota í dag. "Þetta kostaði mig dýrmætan tíma, þannig að ég missti Nelson Piquet framúr mér. Hamilton var síðastur og hefði átt að gæta að sér og fylgjast með í speglunum." Mark Webber sagðist ætla að ræða við Charlie Whiting keppnisstjóra á fundi ökumanna á föstudagskvöld. Webber telur að Hamilton hafi skapað mikla hættu í fyrstu beygjunni í Japan. "Það varð dauðaslys á Monza brautinni árið 2000, eftir að ökumenn óku of geyst á bremsukafla brautarinnar. Þess vegna þarf að skoða þetta mál vandlega", sagðí Webber. Hamilton var refsað fyrir gáleysislegan akstur í Japan, en McLaren menn voru ekki sáttir við dóminn eftir keppnina, þó Hamilton viðurkenndi að hann hefði gert mistök. "Hamilton er stórkostlegur ökumaður, en hann hefur galla rétt eins og kosti. Hann braut á mér á Monza brautinni og fleiri ökumönnum og slapp með án refsingar. Hamilton var villtur í fyrstu beygjunni á Fuji brautinni. Það hefði getað orðið óhapp ef aðrir ökumenn hefðu ekki gætt að sér. Það þurfa allir að læra. Það gerði Tiger Woods í golfinu, það gerði líka Roger Federer í tennis. Hamilton er að ganga í gegnum það sama", sagði Webber. Ítarleg umfjölllun verður um Formúlu 1 og akstursmáta Hamilton og dóma íþróttinni í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld á Stöð 2 Sport. Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Fjöldi ökumanna létu það í ljós í Kína í dag að þeir eru ósáttir við akstursmáta Lewis Hamilton og það sem gerðist í Japan fyllti mælinn hjá mörgum. "Ég er ósáttur við Hamilton, þó ég hafi ekki lent í árekstri við hann. Hann hélt aftur af mér í rúma tvo hringi, þó hann væri hring á eftir og ég væri í foyrstu", sagði Jarno Trulli hjá Toyota í dag. "Þetta kostaði mig dýrmætan tíma, þannig að ég missti Nelson Piquet framúr mér. Hamilton var síðastur og hefði átt að gæta að sér og fylgjast með í speglunum." Mark Webber sagðist ætla að ræða við Charlie Whiting keppnisstjóra á fundi ökumanna á föstudagskvöld. Webber telur að Hamilton hafi skapað mikla hættu í fyrstu beygjunni í Japan. "Það varð dauðaslys á Monza brautinni árið 2000, eftir að ökumenn óku of geyst á bremsukafla brautarinnar. Þess vegna þarf að skoða þetta mál vandlega", sagðí Webber. Hamilton var refsað fyrir gáleysislegan akstur í Japan, en McLaren menn voru ekki sáttir við dóminn eftir keppnina, þó Hamilton viðurkenndi að hann hefði gert mistök. "Hamilton er stórkostlegur ökumaður, en hann hefur galla rétt eins og kosti. Hann braut á mér á Monza brautinni og fleiri ökumönnum og slapp með án refsingar. Hamilton var villtur í fyrstu beygjunni á Fuji brautinni. Það hefði getað orðið óhapp ef aðrir ökumenn hefðu ekki gætt að sér. Það þurfa allir að læra. Það gerði Tiger Woods í golfinu, það gerði líka Roger Federer í tennis. Hamilton er að ganga í gegnum það sama", sagði Webber. Ítarleg umfjölllun verður um Formúlu 1 og akstursmáta Hamilton og dóma íþróttinni í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira