Massa vill landa báðum meistaratitlunum 25. september 2008 12:23 Felipe Massa verður einbeittur í mótinu í Singapúr um helgina og býst ekki við hjálp frá Kimi Raikkönen hvað stigasöfun varðar. Mynd: kappakstur.is Felipe Massa hjá Ferrari er aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren í stigakeppni ökumanna. Þeir leiða saman hesta sína á fyrstu æfingum keppnisliða á morgun, en kappaksturinn verður á sunnudaginn á flóðlýstri braut. „Mönnum hefur gengið misvel í titilslagnum. Ég hef let í vandræðum, Hamilton og Raikkönen, jafnvel Kubica. Ég held að síðustu mótin verði jöfn og spennandi. Ef við höldum jöfnum hraða og bíllinn bilar ekki, þá eigum við ágæta möguleika á titlinum,“ sagði Massa á fréttamannafundi í dag. „Dómsmál Hamilton fór eins og það átti að fara. Það var alltaf ljóst að það yrði þungur róður fyrir McLaren að áfrýja og ég tel að dómurinn í mótinu á Spa hafi verið sanngjarn. En núna einbeiti ég mér að mótinu í Singapúr. Ef ég vinn mótið með eins stigs mun, þá verð ég verðugur meistari.“ Mönnum er tíðrætt um hvort Raikkönen muni liðsinna Massa í síðustu mótum, hvað stigasöfnun varðar. En Massa býst ekki við neinni hjálp. „Ég geri bara mitt besta og stend á eigin fótum. Ef við getum unnið öll síðustu mótin, öll fjögur, þá er það kjörstaðan. Ég mun gera mitt besta og veit að ég á möguleika á meistaratitiinum og Ferrari í keppni bílasmiða. Markmið okkar er að ná báðum titlum sem lið.“ Sjá nánar á kappakstur.is. Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari er aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren í stigakeppni ökumanna. Þeir leiða saman hesta sína á fyrstu æfingum keppnisliða á morgun, en kappaksturinn verður á sunnudaginn á flóðlýstri braut. „Mönnum hefur gengið misvel í titilslagnum. Ég hef let í vandræðum, Hamilton og Raikkönen, jafnvel Kubica. Ég held að síðustu mótin verði jöfn og spennandi. Ef við höldum jöfnum hraða og bíllinn bilar ekki, þá eigum við ágæta möguleika á titlinum,“ sagði Massa á fréttamannafundi í dag. „Dómsmál Hamilton fór eins og það átti að fara. Það var alltaf ljóst að það yrði þungur róður fyrir McLaren að áfrýja og ég tel að dómurinn í mótinu á Spa hafi verið sanngjarn. En núna einbeiti ég mér að mótinu í Singapúr. Ef ég vinn mótið með eins stigs mun, þá verð ég verðugur meistari.“ Mönnum er tíðrætt um hvort Raikkönen muni liðsinna Massa í síðustu mótum, hvað stigasöfnun varðar. En Massa býst ekki við neinni hjálp. „Ég geri bara mitt besta og stend á eigin fótum. Ef við getum unnið öll síðustu mótin, öll fjögur, þá er það kjörstaðan. Ég mun gera mitt besta og veit að ég á möguleika á meistaratitiinum og Ferrari í keppni bílasmiða. Markmið okkar er að ná báðum titlum sem lið.“ Sjá nánar á kappakstur.is.
Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira