Handbolti

Haukar bættu í forskotið

Mynd/Vilhelm

Þrír síðustu leikirnir fyrir jólafrí fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Haukastúlkur náðu sex stiga forystu á toppnum með því að leggja botnlið Fylkis á útivelli 39-30.

Grótta vann mikilvægan útisigur á HK í botnbaráttunni 27-20 í Digranesi og þá vann FH sigur á Val á útivelli 32-30.

Haukar hafa 20 stig á toppnum eftir 11 leiki, Stjarnan hefur 14 stig í öðru sæti eftir aðeins 8 leiki, Valur hefur 14 stig eftir 10 leiki og FH er í fjórða sæti með 10 stig eftir 11 leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×