Hættulegir varnarveggir hræða ökumenn 26. september 2008 08:35 Tæknimenn Williams vinna að undirbúningi fyrir fyrstu æfingu keppnisliða sem er í dag kl. 11.00. Ekið verður á flóðlýstri braut. Nordic Photos / AFP Nokkrir ökumenn sem keppa í Formúlu 1 mótinu í Síngapúr um helgina telja nokkra hættu á ferðum í einni af erfiðari beygjum brautarinnar. Þeir hafa beðið FIA að skoða málið, en nýstárleg útfærsla á köntum í kröppum hlykk í brautinni, í sjöundu beygju hefur vaxið ökumönnum í augum. Þeir taka fyrsta sprettinn á brautinni í dag. „Það er alveg ljóst að ef ökumenn ná ekki að halda réttri aksturslínu í gegnum beygjuna, þá skella þeir á risavöxnum köntunum og stýra beint á vegg. Það er ekki til að auka öryggi okkar," sagði Jenson Button eftir að hafa labbað brautina. FIA hefur verið að skoða málið í nótt, en Fernando Alonso samsinnir Button. „Það er veruleg hætta á að skemma bílanna í sjöundu beygjunni og ef bílarnir skemmast, þá er eins gott að pakka saman og fara heim. Það er skrítin lausn sem var fundin á því að varna því að menn skeri beygjuna," sagði Alonso. Settir voru lágvaxnar en harðgerar kúlur á kantanna, en eins og menn muna fékk Lewis Hamilton refsingu á dögunum fyrir að stytta sér leið gegnum krappa beygju á Spa brautinni. En varnaraðgerð skipuleggjenda í Singapúr virðist ekki falla í kramið. Tæknimenn liðanna hafa undirbúið sig í nótt fyrir átökin í Singapúr, en fyrstu æfingar eru kl. 11.00 og 13.25 í dag og eru þær sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. NÝTT: Skipuleggjendur mótsins í Singapúr létu breyta kantsteinum við tíundu beygju brautarinnar fyrir fyrstu æfingu keppnisliða í dag. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr Formúla Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Nokkrir ökumenn sem keppa í Formúlu 1 mótinu í Síngapúr um helgina telja nokkra hættu á ferðum í einni af erfiðari beygjum brautarinnar. Þeir hafa beðið FIA að skoða málið, en nýstárleg útfærsla á köntum í kröppum hlykk í brautinni, í sjöundu beygju hefur vaxið ökumönnum í augum. Þeir taka fyrsta sprettinn á brautinni í dag. „Það er alveg ljóst að ef ökumenn ná ekki að halda réttri aksturslínu í gegnum beygjuna, þá skella þeir á risavöxnum köntunum og stýra beint á vegg. Það er ekki til að auka öryggi okkar," sagði Jenson Button eftir að hafa labbað brautina. FIA hefur verið að skoða málið í nótt, en Fernando Alonso samsinnir Button. „Það er veruleg hætta á að skemma bílanna í sjöundu beygjunni og ef bílarnir skemmast, þá er eins gott að pakka saman og fara heim. Það er skrítin lausn sem var fundin á því að varna því að menn skeri beygjuna," sagði Alonso. Settir voru lágvaxnar en harðgerar kúlur á kantanna, en eins og menn muna fékk Lewis Hamilton refsingu á dögunum fyrir að stytta sér leið gegnum krappa beygju á Spa brautinni. En varnaraðgerð skipuleggjenda í Singapúr virðist ekki falla í kramið. Tæknimenn liðanna hafa undirbúið sig í nótt fyrir átökin í Singapúr, en fyrstu æfingar eru kl. 11.00 og 13.25 í dag og eru þær sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. NÝTT: Skipuleggjendur mótsins í Singapúr létu breyta kantsteinum við tíundu beygju brautarinnar fyrir fyrstu æfingu keppnisliða í dag. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr
Formúla Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira