Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur hafið formlegar viðræður við Zenit St. Pétursborg vegna Andrei Arshavin.
Þetta kemur fram í Marca í dag. Arshavin sló í gegn á EM 2008 og sagði að hans heitasta ósk væri að ganga til liðs við Barcelona. Hann var í dag valinn í lið mótsins af Knattspyrnusambandi Evrópu.
Arshavin hefur verið á mála hjá Zenit allan sinn atvinnumannaferil.