Markaðurinn hvattur áfram Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 21. júní 2008 06:00 Eftir svartsýnisfréttir um uppsagnir í byggingageiranum og frosti á fasteignamarkaði voru það jákvæðar fregnir sem bárust frá ríkisstjórninni á fimmtudag. Þegar uppgangur á fasteignamarkaði var sem mestur skapaðist óeðlilegt ástand og því ekki að undra að markaðurinn hafi leitað eftir stöðugleika. Eftir uppsveifluna kom samsvarandi dýfa. Vonandi verða þessar breytingar á starfsreglum Íbúðalánasjóðs til þess að lendingin verði ekki jafn hörð fyrir byggingariðnaðinn og við blasti. Uppgangurinn væri of dýru verði keyptur með atvinnuleysi. Tvennt er það í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mestu skiptir fyrir fasteignamarkaðinn. Annars vegar að Íbúðalánasjóður hættir að miða við brunabótamat og miðar við raunvirði íbúða í staðin. Sérstaklega er það hagstætt fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum. Munur á brunabótamati og fasteignaverði getur verið nánast óyfirstíganlegur fyrir fyrstu kaupendur, sérstaklega þá sem ekki hafa aðgang að öðru veði hjá náskyldum. Hins vegar eru það ríkisábyrgðarlán til banka til þess að fjármagna íbúðalán. Þar til vextir á íbúðalánum lækka verulega verður væntanlega ekki mikil eftirspurn eftir lánum til endurfjármögnunar. En bankarnir búa ekki við 20 milljón króna hámark á íbúðalán, líkt og Íbúðalánasjóður. Það verður því í gegn um bankana sem ýtir undir viðskipti með stærri og dýrari fasteignir. Þessar aðgerðir bæta jafnframt lausafjárstöðu bankanna, og því ætti að verða auðveldara að fá lán til annarra nota en íbúðakaupa. Ein gagnrýnin sem fram hefur komið á þessar aðgerðir er að ekki sé gengið nógu langt. Formaður félags fasteignasala hefur meðal annars hvatt til þess að 90 prósent lánin verði tekin upp aftur. Fasteignasalar líta sjálfsagt til þeirrar góssentíðar þegar 90 prósent lánin voru í gildi, en 90 prósent lánin voru hagstjórnarmistök og gæfuspor voru tekin þegar þau voru dregin til baka. Félagsmálaráðherra segir að bankarnir hafi farið offari á fasteignamarkaði fyrir fjórum árum, en orsökina á því má einnig rekja til þess að hámarkslán Íbúðalánasjóðs voru hækkuð upp í 90 prósent. Forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings segir að með hreyfingu á markaði muni lækkun fasteignaverðs loks verða mæld. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er verðbólga enn í methæðum. Undir þeim kringumstæðum er það misræði að hvetja til hárrar veðsetningar. Fyrst þarf Seðlabankinn og ríkisstjórnin að sýna fram á að krónan geti verið stöðugur gjaldeyrir. Undirliggjandi vandamálið er hin íslenska króna. Gildi hennar minnkar bara; bæði í verðgildi og hugum fólks. Hvernig á að vera hægt að skipuleggja útgjöld til fjörtíu ára, líkt og með íbúðalán, þegar ekki er hægt að treysta á lögeyririnn? Núverandi vaxtastig og verðbólga dregur ekki síður úr áhuga á fasteignaviðskiptum en takmarkaður aðgangur á lánum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Eftir svartsýnisfréttir um uppsagnir í byggingageiranum og frosti á fasteignamarkaði voru það jákvæðar fregnir sem bárust frá ríkisstjórninni á fimmtudag. Þegar uppgangur á fasteignamarkaði var sem mestur skapaðist óeðlilegt ástand og því ekki að undra að markaðurinn hafi leitað eftir stöðugleika. Eftir uppsveifluna kom samsvarandi dýfa. Vonandi verða þessar breytingar á starfsreglum Íbúðalánasjóðs til þess að lendingin verði ekki jafn hörð fyrir byggingariðnaðinn og við blasti. Uppgangurinn væri of dýru verði keyptur með atvinnuleysi. Tvennt er það í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mestu skiptir fyrir fasteignamarkaðinn. Annars vegar að Íbúðalánasjóður hættir að miða við brunabótamat og miðar við raunvirði íbúða í staðin. Sérstaklega er það hagstætt fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum. Munur á brunabótamati og fasteignaverði getur verið nánast óyfirstíganlegur fyrir fyrstu kaupendur, sérstaklega þá sem ekki hafa aðgang að öðru veði hjá náskyldum. Hins vegar eru það ríkisábyrgðarlán til banka til þess að fjármagna íbúðalán. Þar til vextir á íbúðalánum lækka verulega verður væntanlega ekki mikil eftirspurn eftir lánum til endurfjármögnunar. En bankarnir búa ekki við 20 milljón króna hámark á íbúðalán, líkt og Íbúðalánasjóður. Það verður því í gegn um bankana sem ýtir undir viðskipti með stærri og dýrari fasteignir. Þessar aðgerðir bæta jafnframt lausafjárstöðu bankanna, og því ætti að verða auðveldara að fá lán til annarra nota en íbúðakaupa. Ein gagnrýnin sem fram hefur komið á þessar aðgerðir er að ekki sé gengið nógu langt. Formaður félags fasteignasala hefur meðal annars hvatt til þess að 90 prósent lánin verði tekin upp aftur. Fasteignasalar líta sjálfsagt til þeirrar góssentíðar þegar 90 prósent lánin voru í gildi, en 90 prósent lánin voru hagstjórnarmistök og gæfuspor voru tekin þegar þau voru dregin til baka. Félagsmálaráðherra segir að bankarnir hafi farið offari á fasteignamarkaði fyrir fjórum árum, en orsökina á því má einnig rekja til þess að hámarkslán Íbúðalánasjóðs voru hækkuð upp í 90 prósent. Forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings segir að með hreyfingu á markaði muni lækkun fasteignaverðs loks verða mæld. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er verðbólga enn í methæðum. Undir þeim kringumstæðum er það misræði að hvetja til hárrar veðsetningar. Fyrst þarf Seðlabankinn og ríkisstjórnin að sýna fram á að krónan geti verið stöðugur gjaldeyrir. Undirliggjandi vandamálið er hin íslenska króna. Gildi hennar minnkar bara; bæði í verðgildi og hugum fólks. Hvernig á að vera hægt að skipuleggja útgjöld til fjörtíu ára, líkt og með íbúðalán, þegar ekki er hægt að treysta á lögeyririnn? Núverandi vaxtastig og verðbólga dregur ekki síður úr áhuga á fasteignaviðskiptum en takmarkaður aðgangur á lánum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun