Avram Grant stjóri Chelsea segist vera vonsvikinn að hafa tapað 2-1 fyrir Fenerbache í Meistaradeildinni í kvöld en er þó ekki svartsýnn á framhaldið.
"Svona er fótboltinn. Leikur sem við áttum að vinna 3-0 eða 4-0 tapaðist 2-1. Við réðum ferðinni framan af leiknum og sköpuðum okkur færi, en svona fer í fótboltanum ef maður missir einbeitinguna. Venjulega er 2-1 ósigur á útivelli allt í lagi í Meistaradeildinni, en það er svekkjandi að tapa þessu af því við spiluðum ágætlega. Ef við höldum einbeitingu í síðari leiknum, munum við vinna hann," sagði stjórinn.