Framtíð til bráðabirgða 1. apríl 2008 10:23 Undarlegt, en þó fremur broslegt, að lesa ummæli Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa um nýsamþykkta Samgöngumiðstöð í Fréttablaðinu í morgun. Þar freistar hann þess enn að berjast gegn þjóðarflugvellinum, þótt teikn þess efnis að hann verður um aldur og ævi í Vatnsmýrinni, hrannist upp á þeim pólitísku himnunum. Gísli segir: "Ef þetta hús á að rísa er það skýr krafa að þetta sé ekki bara flugstöð og að byggingin geti gegnt hlutverk samgöngumiðstöðvar þótt flugvöllurinn fari." Borgarfulltrúinn sér sumsé fyrir sér samgöngumiðstöð án flugvallar. Honum sýnist sem svo að ríkið leggi út í smíði og rekstur hundruð milljóna króna stórhýsis, einkum og sér í lagi vegna flugsins, til þess eins að það þjóni rútum og leigubílum í framtíðinni. Heyr á eindemi. Nýja samgöngumiðstöðin er flugstöð, fyrst og fremst. Það vita allir. Hún mun - svo ég æri óstöðugan - sakir stæðar sinnar, verða kærkomið tækifæri til að efla millilandaflug beint frá Reykjavík. Þá þarf maður ekki lengur að skrönglast yfir Strandarheiðina til Keflavíkur til þess eins að sækja Köben eða Lundúnir heim. Þetta er augljós framtíð. En Gísli Marteinn ... Hann sér hlutina til bráðabirgða. Jafnvel stórhýsin í Vatnsmýrinni. Svona eru skipulagsmálin í borginni ... Eða öllu heldur skipulagspólitíkin ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Undarlegt, en þó fremur broslegt, að lesa ummæli Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa um nýsamþykkta Samgöngumiðstöð í Fréttablaðinu í morgun. Þar freistar hann þess enn að berjast gegn þjóðarflugvellinum, þótt teikn þess efnis að hann verður um aldur og ævi í Vatnsmýrinni, hrannist upp á þeim pólitísku himnunum. Gísli segir: "Ef þetta hús á að rísa er það skýr krafa að þetta sé ekki bara flugstöð og að byggingin geti gegnt hlutverk samgöngumiðstöðvar þótt flugvöllurinn fari." Borgarfulltrúinn sér sumsé fyrir sér samgöngumiðstöð án flugvallar. Honum sýnist sem svo að ríkið leggi út í smíði og rekstur hundruð milljóna króna stórhýsis, einkum og sér í lagi vegna flugsins, til þess eins að það þjóni rútum og leigubílum í framtíðinni. Heyr á eindemi. Nýja samgöngumiðstöðin er flugstöð, fyrst og fremst. Það vita allir. Hún mun - svo ég æri óstöðugan - sakir stæðar sinnar, verða kærkomið tækifæri til að efla millilandaflug beint frá Reykjavík. Þá þarf maður ekki lengur að skrönglast yfir Strandarheiðina til Keflavíkur til þess eins að sækja Köben eða Lundúnir heim. Þetta er augljós framtíð. En Gísli Marteinn ... Hann sér hlutina til bráðabirgða. Jafnvel stórhýsin í Vatnsmýrinni. Svona eru skipulagsmálin í borginni ... Eða öllu heldur skipulagspólitíkin ... -SER.