Verður Red Bull bíllinn bannaður? 21. mars 2008 10:13 FIA skoðar hvort banna eigi keppnisbíl David Coulthard og Mark Webber eftir óhapp í nótt. mynd: kappakstur.is Keppnislið í Formúlu 1 æfðu á Sepang brautinni í nótt í tvígang og skiptust Felipe Massa á Ferrari og Lewis Hamilton á McLaren á því að ná besta tíma. Hamilton vann fyrsta mót ársins og hefur því forystu í stigakeppni ökumanna. Verr gekk þó hjá Skotanum David Coulthard hjá Red Bull. Hann þeyttist útaf brautinni og framfjöðrunin sundraðist þegar hann keyrði á brautarkant. Dómarar á vegum alþjóðabílasambandsins vilja fá formlegar skýringar á því frá Red Bull afhverju fjöðrunin hrökk í sundur og hvað réttlæti frekari þátttöku liðsins, þegar öryggissjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Margir ökumenn voru í vandræðum með bíla sína, en þeir eru enn að venjast banni við notkunn spólvarnar, sem hjálpað hefur þeim við aksturinn síðustu ár. Bein útsending frá lokæfingum og tímatökunni í Malasíu eru á Stöð 2 Sport í nótt. Endursýnt verður frá æfingum Formúlu 1 liða frá því í nótt í dag og einnig verður óhapp Coulthard sýnt í hádegis og kvöldfréttum á Stöð 2. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Keppnislið í Formúlu 1 æfðu á Sepang brautinni í nótt í tvígang og skiptust Felipe Massa á Ferrari og Lewis Hamilton á McLaren á því að ná besta tíma. Hamilton vann fyrsta mót ársins og hefur því forystu í stigakeppni ökumanna. Verr gekk þó hjá Skotanum David Coulthard hjá Red Bull. Hann þeyttist útaf brautinni og framfjöðrunin sundraðist þegar hann keyrði á brautarkant. Dómarar á vegum alþjóðabílasambandsins vilja fá formlegar skýringar á því frá Red Bull afhverju fjöðrunin hrökk í sundur og hvað réttlæti frekari þátttöku liðsins, þegar öryggissjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Margir ökumenn voru í vandræðum með bíla sína, en þeir eru enn að venjast banni við notkunn spólvarnar, sem hjálpað hefur þeim við aksturinn síðustu ár. Bein útsending frá lokæfingum og tímatökunni í Malasíu eru á Stöð 2 Sport í nótt. Endursýnt verður frá æfingum Formúlu 1 liða frá því í nótt í dag og einnig verður óhapp Coulthard sýnt í hádegis og kvöldfréttum á Stöð 2.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira