Pirraður Geir 18. mars 2008 14:25 Forsætisráðherra þjóðarinnar var heldur pirraður á nýafstöðnum blaðamannfundi í Stjórnarráðinu í dag. Gott ef ekki úrillur. Hann svaraði spurningum blaða- og fréttamanna um stöðu og horfur í efnahagsmálum heldur önuglega. Og kvaðst einfaldlega ekki ætla að svara sumum þeirra. Punktur, basta. Þetta er ekki rétta skapið. Og ekki heldur rétta taktíkin þegar þess er freistað að róa heila þjóð og þess utan fjármálakerfið allt í kringum okkur. Þetta veit jafn vandaður og ábyrgur stjórnmálamaður og Geir H. Haarde. Þjóðin heldur ekki ró sinni ef formaðurinn á bátnum virkar á hana píndur og skældur. Og illa fyrir kallaður ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun
Forsætisráðherra þjóðarinnar var heldur pirraður á nýafstöðnum blaðamannfundi í Stjórnarráðinu í dag. Gott ef ekki úrillur. Hann svaraði spurningum blaða- og fréttamanna um stöðu og horfur í efnahagsmálum heldur önuglega. Og kvaðst einfaldlega ekki ætla að svara sumum þeirra. Punktur, basta. Þetta er ekki rétta skapið. Og ekki heldur rétta taktíkin þegar þess er freistað að róa heila þjóð og þess utan fjármálakerfið allt í kringum okkur. Þetta veit jafn vandaður og ábyrgur stjórnmálamaður og Geir H. Haarde. Þjóðin heldur ekki ró sinni ef formaðurinn á bátnum virkar á hana píndur og skældur. Og illa fyrir kallaður ... -SER.