Fótbolti

Ófarir Real héldu áfram á Riazor

Raul og félagar töpuðu fyrir Deportivo í gær
Raul og félagar töpuðu fyrir Deportivo í gær NordcPhotos/GettyImages

Real Madrid misnotaði í gærkvöld upplagt tækifæri til að ná 11 stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið lá 1-0 gegn Deportivo á Riazor vellinum.

Leikmenn Real Madrid virkuðu vankaðir í leiknum og gerðu sig aldrei líklega til að vinna Deportivo á útivelli í fyrsta skipti síðan árið 1991. Það var portúgalski varnarmaðurinn Pepe sem skoraði sigurmark Depor í síðari hálfleik og fyrir vikið er Real enn átta stigum á undan Barcelona á toppnum.

Barcelona getur minnkaði forskotið niður í fimm stig með sigri á Almeira í dag og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Þá tapaði Valenica heima fyrir Sevilla í gærkvöld 2-1 þar sem Luis Fabiano skoraði bæði mörk gestanna en Raul Albiol minnkaði muninn skömmu fyrir leikslok fyrir Valencia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×