Handbolti

Valur í annað sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágúst Þór Jóhannesson og hans lið er í öðru sæti N1-deildar kvenna.
Ágúst Þór Jóhannesson og hans lið er í öðru sæti N1-deildar kvenna. Mynd/Daníel

Valur kom sér í dag í annað sæti N1-deildar kvenna með sjö marka sigri á Gróttu, 35-28. Þá vann topplið Fram öruggan sigur á HK.

Valur fór þar með upp fyrir Stjörnuna sem á reyndar leik til góða og getur með sigri í honum endurheimt annað sætið.

Valur er með 32 stig, einu meira en Stjarnan, en Fram er á toppnum með 35 stig.

Fram vann í kvöld öruggan fimm marka sigur á HK, 26-21, eftir að hafa verið með sex marka forystu í hálfleik, 16-10. Anett Köbli var markahæst Fram með sjö mörk og Stella Sigurðardóttir skoraði sex.

Hjá HK var Natalia Cieplowska markahæst með átta mörk og Anna Sif Pálsdóttir skoraði sex mörk.

Kristina Matuzeviciute, markvörður Fram, var þó yfirburðamanneskja á vellinum og varði 27 skot í leiknum.

Þá vann Haukar sigur á Akureyri fyrir norðan, 32-29, og FH vann sigur á Fylki, 19-17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×