Átökin um ESB 12. mars 2008 10:16 Umræðan um mögulega ESB-inngöngu Íslendinga hefur tekið fjörkipp á síðustu dögum. Svokallaðir hagsmunaaðilar öskra hver af öðrum í þá veru að Ísland verði vart bissnesslífinu bjóðandi ef menn fari ekki að halla sér að ESB og evru. Í þessu ljósi verður forvitnilegt í meira lagi að fylgjast með pólitískum svipbrigðum stjórnarflokkanna á næstu mánuðum og misserum. Munu stjórnarherrarnir geta unað saman í sundurlyndi Evrópuumræðunnar? Ingibjörg Sólrún sagði í Mannamáli á sunnudag, aðspurð um neikvæða afstöðu sjálfstæðisforystunnar til ESB-aðildar að þar væri á ferðinni einhver "arfur af misskilinni þjóðernispólitík." Já. Það er fast skotið. Augljóst er af orðum Ingibjargar Sólrúnar að Samfylkingin mun gera Evrópumálin að einu helsta kosningamáli flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Með öðrum orðum; eftir 3 ár verður kosið um aðild að Evrópusambandinu. Mogginn segir í leiðara í dag: "Það er mál út af fyrir sig, að þessi orð formanns Samfylkingarinnar jafngilda yfirlýsingu um að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar haldi ekki áfram að loknum næstu þingkosningunum." Já. Pólitíska stórspurningin á Íslandi í dag er þessi: Þorir Samfylkingin að halda Evrópupólitík sinni til streitu - og fara alla leið? Um hitt er líka spurt: Þorir Sjálfstæðisflokkurinn að halda Evrópumálunum utan dagskrár fram yfir næstu kosningar? Það er undiralda ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun
Umræðan um mögulega ESB-inngöngu Íslendinga hefur tekið fjörkipp á síðustu dögum. Svokallaðir hagsmunaaðilar öskra hver af öðrum í þá veru að Ísland verði vart bissnesslífinu bjóðandi ef menn fari ekki að halla sér að ESB og evru. Í þessu ljósi verður forvitnilegt í meira lagi að fylgjast með pólitískum svipbrigðum stjórnarflokkanna á næstu mánuðum og misserum. Munu stjórnarherrarnir geta unað saman í sundurlyndi Evrópuumræðunnar? Ingibjörg Sólrún sagði í Mannamáli á sunnudag, aðspurð um neikvæða afstöðu sjálfstæðisforystunnar til ESB-aðildar að þar væri á ferðinni einhver "arfur af misskilinni þjóðernispólitík." Já. Það er fast skotið. Augljóst er af orðum Ingibjargar Sólrúnar að Samfylkingin mun gera Evrópumálin að einu helsta kosningamáli flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Með öðrum orðum; eftir 3 ár verður kosið um aðild að Evrópusambandinu. Mogginn segir í leiðara í dag: "Það er mál út af fyrir sig, að þessi orð formanns Samfylkingarinnar jafngilda yfirlýsingu um að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar haldi ekki áfram að loknum næstu þingkosningunum." Já. Pólitíska stórspurningin á Íslandi í dag er þessi: Þorir Samfylkingin að halda Evrópupólitík sinni til streitu - og fara alla leið? Um hitt er líka spurt: Þorir Sjálfstæðisflokkurinn að halda Evrópumálunum utan dagskrár fram yfir næstu kosningar? Það er undiralda ... -SER.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun