Gauksdómurinn 27. febrúar 2008 17:51 Loksins er fallinn dómur sem tekur á ritfrelsi manna í bloggheimum. Það hlaut að koma að því. Gaukur Úlfarsson Þormóðssonar er eplið í grennd við eikina sem móðgað hefur Ómar Valdimarsson júníor - og nú er vettvangurinn að sumu leyti skilgetið afkvæmi Spegilsins gamla; bloggið sjálft ... hinn frjálsi dónaskapur samtímans. Spurningin er þessi: Hvað mega nafngreindir menn segja um aðra nafngreinda menn? Hvar er grensan? Er hún föst eða hreyfist hún með tíðarandanum? Ósköpin öll sem ég hef lesið um sjálfan mig á bloggi og neti - og margt af því skítt. En mér finnst það partur af umræðunni - sumsé frjálsu flæði hugsana í þróttmiklu lýðræðissamfélagi - að láta misjafnlega miklar svívirðingar yfir sig ganga ... ef menn kvitta fyrir það. Á maður ekki í þokkabót að heita skrápuð opinber persóna! En aularnir, aumingjarnir, kúkalabbarnir eru að þessu í skjóli nafnleyndar. Það eru allt aðrir menn en þeir hinir semk skrifa undir nafni. Aularnie ru netrunkarar. Sannarlegir netperrar. Þar og varla annars staðar en þar liggur vandinn. Það segir á góðum stað: Þú verður að geta sagt það við mann sem þú ætlar að segja um mann. Það gildir í bloggheimum. Það gildir almennt í lífinu. Í ritfrjálsu samfélagi eiga menn seint að reiðast reiðilestrum nafngreindra pistlahöfunda. Þeir eru þó menn að því að reiðast í eigin nafni. Hitt er vibbinn. Netrunkið. Það er grundvallarmunur á því að vega að mönnum undir nafni eða nafnlaust ... En auðvitað er mannlegt að móðgast. Og skrápurinn misjafn ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun
Loksins er fallinn dómur sem tekur á ritfrelsi manna í bloggheimum. Það hlaut að koma að því. Gaukur Úlfarsson Þormóðssonar er eplið í grennd við eikina sem móðgað hefur Ómar Valdimarsson júníor - og nú er vettvangurinn að sumu leyti skilgetið afkvæmi Spegilsins gamla; bloggið sjálft ... hinn frjálsi dónaskapur samtímans. Spurningin er þessi: Hvað mega nafngreindir menn segja um aðra nafngreinda menn? Hvar er grensan? Er hún föst eða hreyfist hún með tíðarandanum? Ósköpin öll sem ég hef lesið um sjálfan mig á bloggi og neti - og margt af því skítt. En mér finnst það partur af umræðunni - sumsé frjálsu flæði hugsana í þróttmiklu lýðræðissamfélagi - að láta misjafnlega miklar svívirðingar yfir sig ganga ... ef menn kvitta fyrir það. Á maður ekki í þokkabót að heita skrápuð opinber persóna! En aularnir, aumingjarnir, kúkalabbarnir eru að þessu í skjóli nafnleyndar. Það eru allt aðrir menn en þeir hinir semk skrifa undir nafni. Aularnie ru netrunkarar. Sannarlegir netperrar. Þar og varla annars staðar en þar liggur vandinn. Það segir á góðum stað: Þú verður að geta sagt það við mann sem þú ætlar að segja um mann. Það gildir í bloggheimum. Það gildir almennt í lífinu. Í ritfrjálsu samfélagi eiga menn seint að reiðast reiðilestrum nafngreindra pistlahöfunda. Þeir eru þó menn að því að reiðast í eigin nafni. Hitt er vibbinn. Netrunkið. Það er grundvallarmunur á því að vega að mönnum undir nafni eða nafnlaust ... En auðvitað er mannlegt að móðgast. Og skrápurinn misjafn ... -SER.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun