Handbolti

Ánægður að þessu sé lokið

Aron Kristjánsson segist feginn að heyra yfirlýsingu HSÍ í dag þar sem sambandið ítrekaði að þjálfaranrir sem rætt var við um að taka við landsliðinu hefðu í alla staði komið fram af heilindum og sýnt góð vinnubrögð.

"Ég hef alltaf verið með hreina samvisku í þessu máli og kom heiðarlega fram. Ég vona að þetta ljóta mál sé úr sögunni og menn geti farið að einbeita sér að handboltanum," sagði Aron og bætti við að sér litist vel á Guðmund Guðmundsson til að taka við landsliðinu. "Hann er fagmaður fram í fingurgóma og þekkir þetta vel," sagði Aron.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×