Handbolti

Guðmundur Guðmundsson tekur við landsliðinu

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson Mynd/Hari

Guðmundur Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta í annað sinn. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá Handknattleikssambandinu nú í hádeginu.

Samningur Guðmundar við HSÍ nær yfir verkefni liðsins fram yfir Ólympíuleikana í sumar, en íslenska liðið á nokkur krefjandi verkefni framundan. 

Ekki hefur gengið þrautalaust fyrir HSÍ að ganga frá ráðningu eftirmanns Alfreðs Gíslasonar, en þeir Aron Kristjánsson, Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson höfðu m.a. gefið afsvar eftir viðræður við sambandið.

Guðmundur er öllum hnútum kunnugur hjá íslenska landsliðinu enda þjálfaði hann það með ágætum árangri á árunum 2001-2004.

Hápunktur Guðmundar sem landsliðsþjálfara var þó tvímælaust EM 2002 þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti. Landsliðið endaði síðan í sjöunda sæti á HM í Portúgal 2003 undir stjórn Guðmundar. Illa gekk á EM 2004 þar sem Ísland lenti í þrettánda sæti og hann lauk síðan keppni með landsliðinu í Aþenu þar sem Ísland hafnaði í níunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×