Handbolti

Formaður HSÍ vill ekkert segja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Ágúst Ingvarsson með Alfreð Gíslasyni.
Guðmundur Ágúst Ingvarsson með Alfreð Gíslasyni. Mynd/Hari
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ, vill ekkert segja að svo stöddu um ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í Utan vallar á Sýn í gær.

Stjórn HSÍ mun hittast á fundi í dag og er ekki viðbragða að vænta úr þeim herbúðum fyrr en eftir þann fund.

Þorbergur er meðstjórnandi í aðalstjórn HSÍ og var ómyrkur í máli sínu í Utan vallar í gær.

Hann sagði að Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson hefðu viðhaft óeðlilega viðskiptaþætti með því að setja fram kröfur en hafna svo starfinu eftir að gengið var að kröfum þeirra.

„[...] hinir tveir [Dagur og Aron] fengu allt sem þeir vildu [...] Valur býður mér betur, Haukar bjóða mér betur. Hvers konar viðskipti eru þetta? Hvers konar menn eru þetta? Ég ætla að segja hér og nú, þeir þora ekki í verkefnið."

Þorsteinn Gunnarsson þáttarstjórnandi hafði samband við Ólaf Stefánsson landsliðsfyriliða sem lét hafa eftir sér að hann saknaði þess að enginn frá HSÍ hefði haft samband við hann vegna málsins.

„Ég ætla að fullyrða það hér og nú að framkvæmdarstjóri sambandsins hefur haft samband við Ólaf Stefánsson nær daglega. Ef það er þannig þá er Einar Þorvarðarson að ljúga að mér," sagði Þorbergur um ummæli Ólafs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×