Mín Madonna 15. febrúar 2008 22:56 Lengi vel hélt ég að Madonna væri söngkona. Hafði svo sem aldri miklar mætur á henni. Og þykir vart enn. En mín Madonna er skíðasvæði. Nánar tiltekið í ítölsku Ölpunum. Lítill, já verulega lítill snotur skíðabær í 1500 metra hæð ysm þar sem póstkortin blasa við manni á hverju götuhorni. Ég er að fara þangað í fyrramál. Vikutími. Óttast mest að skíðin mín beri ekki lengur þessi tæpu hundrað kíló sem ég er orðinn. Tæpu, vel að merkja. Mun fara hægt, fyrsta daginn. Afar hægt. Enda að verða gamall. Nokkuð gamall. Auðvitað verður þetta yndislegt. Ég sendi lesendum póst, vonandi heilan og ekki brotinn ... um það hvernig þessum tæpu hundrað kílóum farnast í stórum hundrað sentimetra þykkum púðursnjónum ... Madonna já, mín Madonna ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun
Lengi vel hélt ég að Madonna væri söngkona. Hafði svo sem aldri miklar mætur á henni. Og þykir vart enn. En mín Madonna er skíðasvæði. Nánar tiltekið í ítölsku Ölpunum. Lítill, já verulega lítill snotur skíðabær í 1500 metra hæð ysm þar sem póstkortin blasa við manni á hverju götuhorni. Ég er að fara þangað í fyrramál. Vikutími. Óttast mest að skíðin mín beri ekki lengur þessi tæpu hundrað kíló sem ég er orðinn. Tæpu, vel að merkja. Mun fara hægt, fyrsta daginn. Afar hægt. Enda að verða gamall. Nokkuð gamall. Auðvitað verður þetta yndislegt. Ég sendi lesendum póst, vonandi heilan og ekki brotinn ... um það hvernig þessum tæpu hundrað kílóum farnast í stórum hundrað sentimetra þykkum púðursnjónum ... Madonna já, mín Madonna ... -SER.