Handbolti

Flestir vilja erlendan þjálfara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í handbolta.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta. Mynd/Pjetur

Tæplega helmingur lesenda Vísis vilja að erlendur þjálfari taki við íslenska karlalandsliðinu í handbolta.

Vísir spurði hvern HSÍ ætti að ráða nú þegar að ljóst var að Dagur Sigurðsson hefði afþakkað boð sambandsins um að taka að sér starfið.

Tveir íslenskir þjálfara þóttu helst koma til greina, þeir Aron Kristjánsson og Geir Sveinsson. Vísir spurði einnig hvort að HSÍ ætti að ráða einhvern annan íslenskan þjálfara eða erlendan þjálfara.

47,1 prósent þeirra sem svöruðu töldu að HSÍ ætti að ráða erlendan þjálfara. 25,2 prósent sögðu Geir en 17,1 prósent Aron. 10,6% sögðu að HSÍ ætti að ráða einhvern annan íslenskan þjálfara.

Geir sagði við Vísi í dag að hann hefði rætt við HSÍ um að taka að sér starfið og eru allar líkur á því að það komi í ljós á morgun hvort hann verði ráðinn landsliðsþjálfari. HSÍ hefur ekkert rætt við Aron vegna starfsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×