Handbolti

Hvern á HSÍ að ráða?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hver á að taka við þessum hópi?
Hver á að taka við þessum hópi? Mynd/Pjetur

Eftir að Dagur Sigurðsson afþakkaði starf landsliðsþjálfara er ljóst að leitin að eftirmanni Alfreðs Gíslasonar er komin á byrjunarreit.

Lesendur Vísis eru í dag spurðir hvern HSÍ ætti að ráða í starf landsliðsþjálfara.

Þrír menn hafa helst verið orðaðir við starfið frá því að Alfreð hætti. Dagur var einn þeirra en hinir eru þeir Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, og Geir Sveinsson, fyrrum þjálfari Vals.

Svarkostirnir við spurningu dagsins á íþróttavef Vísis eru fjórir að þessu sinni - Aron, Geir, erlendur þjálfari eða annar.

Taka má þátt í spurningu dagsins hér vinstra megin á síðunni.

Í gær var spurt hér á Vísi hvort að HSÍ ætti að ráða Dag Sigurðsson sem landsliðsþjálfara. Naumur meirihluti svaraði þeirri spurningu játandi eða 55,4%. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×