Snarræði þingheims 8. febrúar 2008 17:17 Þá hafa þingmenn tekið sér tak. Loksins. Þeir hafa blásið í herlúðra og ætla að loka reykherberginu í þinghúsinu 1. júní. Þessari litlu umdeildu skonsu sinni Já, strax í ár. Þetta er snarræði. Auðvitað verður að gefa löggjafanum, sem bannar almenningi að reykja í almenningi, ákveðinn umþóttunar- og aðlögunartíma í þessum efnum. Það er enginn að ætlast til þess að þingmenn sitji strax við sama borð og almenningur. Þessir laganna smiðir eru auðvitað aldir upp í reykfylltum bakherbergjum og ná ekki pólitískum þroska öðruvísi en móskan skyggi á málefnin. 1. júní, já. Eftir 113 daga. Eins gott að menn ani ekki að neinu. Og rasi um ráð fram. Allra síst í pólitískum reykbindindum. En svo má náttúrlega laga þetta með bandormi á haustþinginu ef menn springa á limminu ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun
Þá hafa þingmenn tekið sér tak. Loksins. Þeir hafa blásið í herlúðra og ætla að loka reykherberginu í þinghúsinu 1. júní. Þessari litlu umdeildu skonsu sinni Já, strax í ár. Þetta er snarræði. Auðvitað verður að gefa löggjafanum, sem bannar almenningi að reykja í almenningi, ákveðinn umþóttunar- og aðlögunartíma í þessum efnum. Það er enginn að ætlast til þess að þingmenn sitji strax við sama borð og almenningur. Þessir laganna smiðir eru auðvitað aldir upp í reykfylltum bakherbergjum og ná ekki pólitískum þroska öðruvísi en móskan skyggi á málefnin. 1. júní, já. Eftir 113 daga. Eins gott að menn ani ekki að neinu. Og rasi um ráð fram. Allra síst í pólitískum reykbindindum. En svo má náttúrlega laga þetta með bandormi á haustþinginu ef menn springa á limminu ... -SER.