Sigurjón Þ. Árnason í Mannamáli 8. febrúar 2008 17:06 Þéttur Mannamálsþáttur hjá mér á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Sigurjón Þorvaldur Árnason, bankastjóri Landsbankans, líklega vaskasti bankamaður landsins. Hef rætt við þennan ástríðufulla peningamann síðustu daga - og það veður á karli; honum er lagið að útskýra tiltölulega flókna hluti á mannamáli, sem er ekki öllum gefið. Vitaskuld ræðum við um fjármáladífuna, evruna, krónuna og nagandi baktal skandinava um meinta hallærið á Íslandi. Ritstjórar tveggja vinsælustu dagblaðanna koma líka til mín, þeir Jón Kaldal frá Fréttablaðinu og Ólafur Stephensen frá 24 stundum, til að ræða ófarir Moggans sem kominn er í þriðja sætið yfir mest lesnu blöðin; ja, nú er hún Snorrabúð stekkur - eða hvað? Hvað getur Mogginn gert? Harðnað enn í pólitísku heiftinni? Einar Már og Gerður Kristný verða svo á sínum póstum - og tala tungum. Allt saman í opinni dagskrá strax eftir fréttir á sunnudag. Takk fyrirfram, fyrir að horfa ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun
Þéttur Mannamálsþáttur hjá mér á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Sigurjón Þorvaldur Árnason, bankastjóri Landsbankans, líklega vaskasti bankamaður landsins. Hef rætt við þennan ástríðufulla peningamann síðustu daga - og það veður á karli; honum er lagið að útskýra tiltölulega flókna hluti á mannamáli, sem er ekki öllum gefið. Vitaskuld ræðum við um fjármáladífuna, evruna, krónuna og nagandi baktal skandinava um meinta hallærið á Íslandi. Ritstjórar tveggja vinsælustu dagblaðanna koma líka til mín, þeir Jón Kaldal frá Fréttablaðinu og Ólafur Stephensen frá 24 stundum, til að ræða ófarir Moggans sem kominn er í þriðja sætið yfir mest lesnu blöðin; ja, nú er hún Snorrabúð stekkur - eða hvað? Hvað getur Mogginn gert? Harðnað enn í pólitísku heiftinni? Einar Már og Gerður Kristný verða svo á sínum póstum - og tala tungum. Allt saman í opinni dagskrá strax eftir fréttir á sunnudag. Takk fyrirfram, fyrir að horfa ... -SER.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun