Vatnskóngurinn á mannamáli 1. febrúar 2008 17:27 Þéttur þáttur hjá mér á Mannamáli á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Jón Ólafsson athafnaskáld sem er kominn heim - og sigri hrósandi. Ævintýrið á bak við vatnsútflutning þessa eins umtalaðasta bissnessmanns síðari ára á Íslandi er lyginni líkast. Kominn með risasamning við stærsta drykkjarvörudreifanda heims, takk fyrir. Við Jón ætlum að rifja upp allan aðdragandann að Icelandic Glacial sem er nokkuð reyfarakenndur. Og svo tölum við líka um pólitískan flótta hans frá Íslandi um árið; skyldi hann vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Kommi á Ölstofunni og Kiddi Bigfoot verða líka gestir mínir og ræða það nýjasta nýtt í gjálífinu; að stera sig upp fyrir miðbæjarátökin um helgar. Svo ætlar Einar Kára að tala um íslenska karlmennsku og Kata Jak og Gerður Kristný mæta báðar léttari með litlu krílin upp á arminn. Sumsé hlé á pólitíkinni ... en hva, er ekki allt pólitík ef út í það er farið! Munið það landsmenn, allir sem einn: Allt í opinni dagskrá eftir fréttir á sunnudagskvöld - ókeypis og engin afnotagjöld ... PS. Sá að nýjasta áhorfsmæling á Mannamál sýnir 27 prósenta uppsafnað áhorf. Það er náttúrlega æðislegt ... Takk fyrir að horfa ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun
Þéttur þáttur hjá mér á Mannamáli á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Jón Ólafsson athafnaskáld sem er kominn heim - og sigri hrósandi. Ævintýrið á bak við vatnsútflutning þessa eins umtalaðasta bissnessmanns síðari ára á Íslandi er lyginni líkast. Kominn með risasamning við stærsta drykkjarvörudreifanda heims, takk fyrir. Við Jón ætlum að rifja upp allan aðdragandann að Icelandic Glacial sem er nokkuð reyfarakenndur. Og svo tölum við líka um pólitískan flótta hans frá Íslandi um árið; skyldi hann vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Kommi á Ölstofunni og Kiddi Bigfoot verða líka gestir mínir og ræða það nýjasta nýtt í gjálífinu; að stera sig upp fyrir miðbæjarátökin um helgar. Svo ætlar Einar Kára að tala um íslenska karlmennsku og Kata Jak og Gerður Kristný mæta báðar léttari með litlu krílin upp á arminn. Sumsé hlé á pólitíkinni ... en hva, er ekki allt pólitík ef út í það er farið! Munið það landsmenn, allir sem einn: Allt í opinni dagskrá eftir fréttir á sunnudagskvöld - ókeypis og engin afnotagjöld ... PS. Sá að nýjasta áhorfsmæling á Mannamál sýnir 27 prósenta uppsafnað áhorf. Það er náttúrlega æðislegt ... Takk fyrir að horfa ... -SER.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun