Handbolti

Þrettándi sigur Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, tekur skot að marki Gróttu í kvöld.
Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, tekur skot að marki Gróttu í kvöld. Mynd/Anton

Fram og Stjarnan unnu sigra í N1-deild kvenna í kvöld. Fram er enn á toppnum og enn taplaust.

Fram vann sjö marka sigur á FH, 29-22, en staðan var 14-10 í hálfleik. Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir skoraði átta mörk fyrir Fram og Sigurbjörg Jóhannsdóttir sjö.

Hjá FH voru Ebba Særún Brynjarsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir markahæstar með fimm mörk hver.

Þá vann Stjarnan sigur á Gróttu, 29-25, eftir að hafa verið með eins marks forystu í hálfleik, 14-13.

Ásta Björk Agnarsdóttir, Sólveig Lára Kjærnested og Alina Petrache skoruðu sex mörk fyrir Stjörnuna en hjá Gróttu var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir markahæst með níu mörk.

Fram er á toppi deildarinnar með 29 stig eftir sextán leiki en Stjarnan kemur næst með 23 stig eftir fimmtán leiki.

Gróttar er í fjórða sæti með nítján stig og FH í því næstneðsta með sjö stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×