Renault hyggst keppa til sigurs 31. janúar 2008 14:46 Nýi Renault bíllinn var frumsýndur í París í dag París var vettvangur formlegrar frumsýningar Renault Formúlu 1 liðsins í dag: Flavio Briatore kynnti nýju ökumenn sína til sögunnar, þá Fernando Alonso og Nelson Piquet. Briatore var ekkert að skafa utan af hlutunum, enda kominn með gulldrenginn sinn Alonso í raðir liðsins á ný. "Ég tel að Renault eigi að keppa um verðlaunasæti á ný og berjast til sigurs í mótum. Það er ekki auðvelt að landa meistaratitlinum og það eru helmingslíkur að við getum orðið meðal þeirra fyrstu fjögurra í einstökum mótum á þessu ári," sagði Briatore á kynningu Renault í dag. "Ég tel að Alonso sé orðinn betri ökumaður, en þegar hann fór frá okkur fyrir tveimur árum. Hann sýndi góða takta í fyrra og hefur fært liðinu aukinn kraft og viljastyrk. Það er frábært fyrir Renault sem lið að hann er hjá okkur. Piquet er okkur mikilvægur líka og ungur ökumaður sem á eftir að gera góða hluti." "Það spyrja mig margir afhverju við erum ekki með franskan ökumann hjá frönsku liði og það gæti orðið raunin í framtíðinni. En þessir kappar eru þeir bestu fyrir okkur í dag. Ég er sáttur við stöðuna," sagði Briatore. Sjá nánar á kappakstur.is Formúla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
París var vettvangur formlegrar frumsýningar Renault Formúlu 1 liðsins í dag: Flavio Briatore kynnti nýju ökumenn sína til sögunnar, þá Fernando Alonso og Nelson Piquet. Briatore var ekkert að skafa utan af hlutunum, enda kominn með gulldrenginn sinn Alonso í raðir liðsins á ný. "Ég tel að Renault eigi að keppa um verðlaunasæti á ný og berjast til sigurs í mótum. Það er ekki auðvelt að landa meistaratitlinum og það eru helmingslíkur að við getum orðið meðal þeirra fyrstu fjögurra í einstökum mótum á þessu ári," sagði Briatore á kynningu Renault í dag. "Ég tel að Alonso sé orðinn betri ökumaður, en þegar hann fór frá okkur fyrir tveimur árum. Hann sýndi góða takta í fyrra og hefur fært liðinu aukinn kraft og viljastyrk. Það er frábært fyrir Renault sem lið að hann er hjá okkur. Piquet er okkur mikilvægur líka og ungur ökumaður sem á eftir að gera góða hluti." "Það spyrja mig margir afhverju við erum ekki með franskan ökumann hjá frönsku liði og það gæti orðið raunin í framtíðinni. En þessir kappar eru þeir bestu fyrir okkur í dag. Ég er sáttur við stöðuna," sagði Briatore. Sjá nánar á kappakstur.is
Formúla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira